Tvö mörk tekin af West Ham gegn Aston Villa Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 16:10 Jarrod Bowen biðlar til dómara að láta sigurmarkið í uppbótartíma standa. Fékk ekkert fyrir sinn snúð. John Walton/PA Images via Getty Images West Ham og Aston Villa skildu jöfn, 1-1, í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa var hættulegri aðilinn í leiknum en West Ham skoraði tvö mörk sem voru dæmd ógild. Aston Villa situr í 4. sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á undan Tottenham sem á leik til góða. West Ham er í 7. sætinu með 44 stig, þremur stigum á eftir Man Utd sem á leik til góða. West Ham komst yfir á 29. mínútu þegar Vladimír Coufal gaf boltann inn í teig á Michail Antonio sem kom á fljúgandi ferð og stangaði hann í netið. Antonio kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun vegna þess að Antonio handlék boltann áður en hann skaut honum í netið. Heimamenn féllu langt til baka í seinni hálfleik, vörðu forystuna og sóttu hratt í skyndisóknum. Aston Villa leitaði óðum að jöfnunarmarkinu og fann það loksins á 79. mínútu. Moussa Diaby gerði þar vel og kom boltanum fyrir markið á Nicoló Zaniolo sem kom honum í netið. Aukin harka færðist í leikinn í kjölfarið. Markaskorarinn Zaniolo og Edson Alvarez tókust á, ýttu hvor í annan og uppskáru báðir gult. Örskömmu síðar reif svo Douglas Luiz í Mohamed Kudus, sem svaraði með því að slá frá sér en hitti ekki, og báðir fengu gult spjald. Zaniolo var svo heppinn að vera ekki rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fleygði boltanum frá sér í pirringi. Tomas Soucek hélt að hann hefði tryggt sigurinn í uppbótartíma en aftur var mark dæmt af West Ham vegna þess að boltinn fór í hönd. Langan tíma og marga álitsgjafa þurfti til að skera úr um lögmæti marksins en eftir um sex mínútur sammældust dómarar um að markið ætti ekki að standa. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá David Moyes og lærisveinum hans. Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Aston Villa situr í 4. sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á undan Tottenham sem á leik til góða. West Ham er í 7. sætinu með 44 stig, þremur stigum á eftir Man Utd sem á leik til góða. West Ham komst yfir á 29. mínútu þegar Vladimír Coufal gaf boltann inn í teig á Michail Antonio sem kom á fljúgandi ferð og stangaði hann í netið. Antonio kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun vegna þess að Antonio handlék boltann áður en hann skaut honum í netið. Heimamenn féllu langt til baka í seinni hálfleik, vörðu forystuna og sóttu hratt í skyndisóknum. Aston Villa leitaði óðum að jöfnunarmarkinu og fann það loksins á 79. mínútu. Moussa Diaby gerði þar vel og kom boltanum fyrir markið á Nicoló Zaniolo sem kom honum í netið. Aukin harka færðist í leikinn í kjölfarið. Markaskorarinn Zaniolo og Edson Alvarez tókust á, ýttu hvor í annan og uppskáru báðir gult. Örskömmu síðar reif svo Douglas Luiz í Mohamed Kudus, sem svaraði með því að slá frá sér en hitti ekki, og báðir fengu gult spjald. Zaniolo var svo heppinn að vera ekki rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fleygði boltanum frá sér í pirringi. Tomas Soucek hélt að hann hefði tryggt sigurinn í uppbótartíma en aftur var mark dæmt af West Ham vegna þess að boltinn fór í hönd. Langan tíma og marga álitsgjafa þurfti til að skera úr um lögmæti marksins en eftir um sex mínútur sammældust dómarar um að markið ætti ekki að standa. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá David Moyes og lærisveinum hans.
Enski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira