Innlent

Fylgst með Ís­landi úr öllum áttum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Loftmynd af hrauninu sem er til umfjöllunar um allan heim.
Loftmynd af hrauninu sem er til umfjöllunar um allan heim. Vísir/Vilhelm

Fjölmiðlar um allan heim fjalla um gosið sem hófst milli stóra Skógfells og Hagafells í kvöld. Þó virðist áhugi sumra miðla minni en á síðustu gosum sem voru í kastljósi fjölmiðla.

Fréttir um gosið eru ofarlega á miðlum BBC og CNN, en alls ekki eins áberandi á miðlum á borð við The Guardian, New York Times og Washington Post.

Gula pressan í Bretlandi fjallar einnig um Ísland. Bæði Daily Mail og The Sun velta fyrir sér og slá upp augnablikinu þegar gosið átti sér stað.

Norðurlöndin fylgjast líka með. Efstu fréttir hjá Verdens Gang, Aftonbladet, og Sænska ríkisútvarpinu, fjalla um eldgosið. Danska ríkisútvarpið gefur gosinu minni gaum, en sjötta efsta frétt miðilsins varðar gosið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×