Sorgardagur í Odessa Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2024 21:27 Ljósmyndin sem var dreift af úkraínskum stjórnvöldum er sögð sýna viðbragðsaðila á vettvangi árásarinnar í Odessa. AP/Úkraínsk stjórnvöld Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við. Eldflaugaárás Rússa á hafnarborgina Odessa er ein sú mannskæðasta í stríðinu í margar vikur. Eldflaugunum var skotið í tvennu lagi á íbúðahverfi í borginni; almennir borgarar féllu, auk viðbragðsaðila sem mættir voru til aðstoðar eftir fyrri atlöguna en urðu sjálfir seinni atlögunni að bráð. Sorgardegi var lýst yfir í Odessa á morgun, í annað sinn á tveimur vikum. Rússar segja tvo hafa fallið í árás Úkraínumanna í dag á rússnesku borgina Belgorod við úkraínsku landamærin. Pútín sakar Úkraínumenn um að reyna vísvitandi að spilla forsetakosningunum með árásum sínum. „Forsetakosningar hófust í dag samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Nýnasistastjórnin í Kænugarði skipulagði og reynir nú að framkvæma glæpsamlegar árásir í mótmælaskyni með það í huga að trufla kosningaferlið og kúga fólk sem býr á svæðum sem liggja að Úkraínu. Þetta felst aðallega í árásum á rússneskt landsvæði,“ segir Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Pútín er svo gott sem einn í kjöri og er talinn öruggur um að ná kjöri í embættið í fimmta sinn. Kosningarnar standa yfir fram á þriðjudag. „Ég kom sem borgari lands míns. Ég geri þetta fyrst og fremst af skyldurækni. Erfiðleikar steðja að okkur. Við þurfum að sameinast. Við eigum okkur leiðtoga og þannig er það,“ segir kjósandinn Tatyana Vetchenya. „Ég vil að landi okkar vegni vel. Ég vil að það eigi verðskuldaðan sess meðal þjóða heims, sé virt og hjálpi öðrum löndum. Einnig að það fái eitthvað gott til baka,“ sagði Stella Byvsheva á kjörstað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Eldflaugaárás Rússa á hafnarborgina Odessa er ein sú mannskæðasta í stríðinu í margar vikur. Eldflaugunum var skotið í tvennu lagi á íbúðahverfi í borginni; almennir borgarar féllu, auk viðbragðsaðila sem mættir voru til aðstoðar eftir fyrri atlöguna en urðu sjálfir seinni atlögunni að bráð. Sorgardegi var lýst yfir í Odessa á morgun, í annað sinn á tveimur vikum. Rússar segja tvo hafa fallið í árás Úkraínumanna í dag á rússnesku borgina Belgorod við úkraínsku landamærin. Pútín sakar Úkraínumenn um að reyna vísvitandi að spilla forsetakosningunum með árásum sínum. „Forsetakosningar hófust í dag samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Nýnasistastjórnin í Kænugarði skipulagði og reynir nú að framkvæma glæpsamlegar árásir í mótmælaskyni með það í huga að trufla kosningaferlið og kúga fólk sem býr á svæðum sem liggja að Úkraínu. Þetta felst aðallega í árásum á rússneskt landsvæði,“ segir Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Pútín er svo gott sem einn í kjöri og er talinn öruggur um að ná kjöri í embættið í fimmta sinn. Kosningarnar standa yfir fram á þriðjudag. „Ég kom sem borgari lands míns. Ég geri þetta fyrst og fremst af skyldurækni. Erfiðleikar steðja að okkur. Við þurfum að sameinast. Við eigum okkur leiðtoga og þannig er það,“ segir kjósandinn Tatyana Vetchenya. „Ég vil að landi okkar vegni vel. Ég vil að það eigi verðskuldaðan sess meðal þjóða heims, sé virt og hjálpi öðrum löndum. Einnig að það fái eitthvað gott til baka,“ sagði Stella Byvsheva á kjörstað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Forsetakosningar hafnar í Rússlandi Forsetakosningar eru hafnar í Rússlandi en þær standa í þrjá daga í þessu víðfema landi. Vladímír Pútín er svo gott sem einn í kjöri og talinn öruggur um að hljóta kosningu í fimmta sinn í embættið. 15. mars 2024 07:00