Sautján ára varnarmaður Barcelona valinn í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2024 08:00 Pau Cubarsí Peredes sést hér þegar hann var með sautján ára landsliðinu á EM á síðasta ári. Getty/Ben McShane Miðvörðurinn ungi Pau Cubarsí hefur slegið í gegn með Barcelona í síðustu leikjum og nú er búið að velja strákinn í spænska landsliðið. Hinn sautján ára gamli Cubarsí hefur verið fastamaður í miðri vörn Börsungar og átti mjög góðan leik þegar liðið komst áfram í Meistaradeildinni eftir sigur á Napoli í vikunni. 17-year-old Pau Cubarsí receives his first call-up for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/4S6yxehW6i— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) March 15, 2024 Cubarsí er í spænska landsliðshópnum sem valinn var í dag fyrir vináttulandsleiki við Kólumbíu og Brasilíu. Hann kom inn í aðallið Barcelona í janúar og hefur ekki litið til baka síðan. Cubarsí er að koma upp í gegnum unglingastarf Katalóníufélagsins. Annar kornungur Barcelona leikmaður er einnig í hópnum en það er hinn sextán ára gamli Lamine Yamal. Lamine skoraði sitt fyrsta landsliðsmark síðasta haust. Cubarsí, a por la marca de Ramos Si debuta, será el defensa más joven en jugar con la @SEFutbol Ramos debutó a los 18 años, 11 meses y 28 días. Ahora, 15 años después, Pau Cubarsí -17 años el 22 de enero-, se dispone a rebajar la precoz marca del Ramos pic.twitter.com/AoOTq1nGxa— MARCA (@marca) March 15, 2024 „Við öll sem höfum horft á Pau spila vitum hvernig leikmaður hann er og getur orðið. Frammistaða hans kemur okkur ekki á óvart eins og sumum öðrum. Hann hefur mikla möguleika. Við horfum ekki á aldur manna heldur hvernig þeir standa sig. Pau Cubarsí er á góðum stað og við erum spenntir fyrir að vinna með honum. Ég vil hafa hann í landsliðinu í langan tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente. ESPN segir frá. „Ég er ánægður með að geta valið þessa ungu leikmenn í hópinn því með því er framtíð spænska fótboltans er tryggð. Þessir tveir leikmenn eru báðir mjög sérstakir. Það er ekki vani að hafa sextán og sautján ára stráka í landsliðinu. Við höfum valið þá af sannfæringu og erum fullvissir um réttmæti þess. Þeir eru tilbúnir og við erum ekki hræddir að velja þá,“ sagði De la Fuente. Pau Cubarsi had Victor Osimhen locked up on Tuesday night pic.twitter.com/bZKS5WI6X1— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) March 15, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Cubarsí hefur verið fastamaður í miðri vörn Börsungar og átti mjög góðan leik þegar liðið komst áfram í Meistaradeildinni eftir sigur á Napoli í vikunni. 17-year-old Pau Cubarsí receives his first call-up for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/4S6yxehW6i— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) March 15, 2024 Cubarsí er í spænska landsliðshópnum sem valinn var í dag fyrir vináttulandsleiki við Kólumbíu og Brasilíu. Hann kom inn í aðallið Barcelona í janúar og hefur ekki litið til baka síðan. Cubarsí er að koma upp í gegnum unglingastarf Katalóníufélagsins. Annar kornungur Barcelona leikmaður er einnig í hópnum en það er hinn sextán ára gamli Lamine Yamal. Lamine skoraði sitt fyrsta landsliðsmark síðasta haust. Cubarsí, a por la marca de Ramos Si debuta, será el defensa más joven en jugar con la @SEFutbol Ramos debutó a los 18 años, 11 meses y 28 días. Ahora, 15 años después, Pau Cubarsí -17 años el 22 de enero-, se dispone a rebajar la precoz marca del Ramos pic.twitter.com/AoOTq1nGxa— MARCA (@marca) March 15, 2024 „Við öll sem höfum horft á Pau spila vitum hvernig leikmaður hann er og getur orðið. Frammistaða hans kemur okkur ekki á óvart eins og sumum öðrum. Hann hefur mikla möguleika. Við horfum ekki á aldur manna heldur hvernig þeir standa sig. Pau Cubarsí er á góðum stað og við erum spenntir fyrir að vinna með honum. Ég vil hafa hann í landsliðinu í langan tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente. ESPN segir frá. „Ég er ánægður með að geta valið þessa ungu leikmenn í hópinn því með því er framtíð spænska fótboltans er tryggð. Þessir tveir leikmenn eru báðir mjög sérstakir. Það er ekki vani að hafa sextán og sautján ára stráka í landsliðinu. Við höfum valið þá af sannfæringu og erum fullvissir um réttmæti þess. Þeir eru tilbúnir og við erum ekki hræddir að velja þá,“ sagði De la Fuente. Pau Cubarsi had Victor Osimhen locked up on Tuesday night pic.twitter.com/bZKS5WI6X1— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) March 15, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira