Fótbolti

Lands­liðs­hópur Ís­lands: Albert með en Rúnar Alex og Gylfi ekki

Valur Páll Eiríksson skrifar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Getty/Jonathan Moscrop

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, hefur kynnt leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. Gylfi Þór Sigurðsson er utan hópsins en Albert Guðmundsson er með.

Ísland mætir Ísrael í fyrri leik umspilsins eftir tæpa viku og vinnist sá leikur tekur við úrslitaleikur við Úkraínu eða Bosníu.

Hareide situr fyrir svörum varðandi hópinn á blaðamannafundi sem hefst klukkan 16:00. Sjá þann fund hér.

Albert Guðmundsson er í hópnum í fyrsta sinn eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var lagt niður á dögunum. Enn er getur kærandinn í málinu kært niðurfellinguna en KSÍ hefur ekki svarað því hvað verður um veru Alberts í hópnum ef málið er svo verður.

Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í leikmannahópnum, en hann hefur verið fastamaður í landsliðshópnum síðustu ár. Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson eru markverðir.

Líkt og greint var frá í gær er Gylfi Þór Sigurðsson utan hóps. Sömu sögu er að segja af Aroni Einari Gunnarssyni sem er ekki í hópnum.

Landsliðshópur Íslands er eftirfarandi:

Markmenn:

  • Elías Rafn Ólafsson - CD Mafra - 6 leikir
  • Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford - 7 leikir

  • Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir

Varnarmenn:

  • Guðmundur Þórarinsson - OFI Crete - 13 leikir

  • Alfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur

  • Guðlaugur Victor Pálsson - K.A.S. Eupen - 42 leikir, 1 mark

  • Hjörtur Hermannsson - Pisa SC - 27 leikir, 1 mark

  • Sverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 47 leikir, 3 mörk

  • Daníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 15 leikir

  • Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 9 leikir

Miðjumenn:

  • Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 90 leikir, 8 mörk
  • Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 24 leikir, 3 mörk

  • Willum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 8 leikir

  • Arnór Sigurðsson - Blackburn Rovers - 20 leikir, 2 mörk

  • Mikael Neville Anderson - AGF - 24 leikir, 2 mörk

  • Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 14 leikir, 1 mark

  • Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 33 leikir, 4 mörk

  • Kristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikur

  • Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 15 leikir, 3 mörk

  • Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 54 leikir, 5 mörk

Sóknarmenn:

  • Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn - 6 leikir, 2 mörk
  • Andri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 20 leikir, 6 mörk

  • Albert Guðmundsson - Genoa CFC - 35 leikir, 6 mörk

  • Alfreð Finnbogason - K.A.S. Eupen - 73 leikir, 18 mörk

Ísland mætir Ísrael á fimmtudaginn næsta, 21. mars, klukkan 19:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×