Fótbolti

Liverpool fer til Ítalíu

Sindri Sverrisson skrifar
Liverpool fór afara auðveldlega í gegnum 16-liða úrslitin með stórsigrum gegn Sparta Prag.
Liverpool fór afara auðveldlega í gegnum 16-liða úrslitin með stórsigrum gegn Sparta Prag. Getty/James Gill

Dregið var í átta liða úrslit og undanúrslit Evrópudeildar UEFA í fótbolta í dag. Á meðal liða í keppninni er Liverpool sem mætir Atalanta frá Ítalíu í undanúrslitunum.

Ítalíuslagur verður í átta liða úrslitunum því AC Milan og Roma mætast. Topplið Þýskalands, Leverkusen, mætir West Ham og loks mætast Benfica og Marseille.

Átta liða úrslitin:

  • AC Milan - Roma
  • Liverpool - Atalanta
  • Leverkusen - West Ham
  • Benfica - Marseille

Einnig var dregið til undanúrslita og því ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að komast í úrslitaleikinn í Dublin miðvikudaginn 22. maí.

Undanúrslitin:

  • Benfica/Marseille - Liverpool/Atalanta
  • AC Milan/Roma - Leverkusen/West Ham

Leikirnir í átta liða úrslitum fara fram 11. og 18. apríl, en leikirnir í undanúrslitum verða spilaðir 2. og 9. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×