Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Lovísa Arnardóttir skrifar 15. mars 2024 09:01 Gerð hefur verið krafa í eyjar og sker við Ísland. Innan þeirrar kröfu var krafa í tún í Borgarfirði sem heitir Kerlingarhólmi. Eigendur vilja skýringar á því frá yfirvöldum. Myndin er tekin í Borgarfirði. Vísir/Vilhelm Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. „En heitir þessu fræga nafni Kerlingarhólmi,“ segir Þórhildur en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði Þórhildur segir að einhvern veginn hafi hólminn endað í kröfugerð Óbyggðanefndar sem gerði nýlega kröfu í sker og eyjar við Ísland. Eigendur hafa til 15. maí til að staðfesta eignarétt sinn og sanna. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Vill að krafan verði felld niður Þórhildur segir að hún meti nú ásamt fjölskyldu sinni hver þeirra næstu skref eigi að vera. Það hafi verið gerð mistök sem þurfi að leiðrétta og hún hafi vonast til þess að það yrði gert og málinu lokið. Fjallað var um málið í upphafi mánaðar en Þórhildur segir að frá þeim tíma hafi þau ekkert heyrt frá stjórnvöldum. Því hafi þau sent bréf á stjórnvöld þar sem þau óska eftir rökstuðningi fyrir kröfunni og benda á að tún þeirra falli utan skilyrða kröfu nefndarinnar. Því vilji þau að krafan verði felld niður. Þórhildur segir það mikil vonbrigði að þingmenn kjördæmisins hafi ekki sýnt þessu mikinn áhuga. Hún hafi sem dæmi ekkert heyrt í fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hafi í gær fengið símtal frá þingmanni Framsóknarflokksins, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Þórhildur segir að þau muni fara með málið eins langt og þau komist. Þau muni verja land sitt eins og þau geti. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Fjármálaráðuneytið segir í útskýringu til fréttastofu vegna málsins að þau hafi lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Það land sem hafi verið í kröfulýsingunni, en fellur utan skilyrða hennar, falli það út af henni. Fréttin var uppfærð eftir að ráðuneytið sendi útskýringu til fréttastofu eftir birtingu fréttarinnar. Uppfært 15.3.2024 klukkan 10.00. Útskýringin var þessi: Kröfugerðin tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og miðast við stórstraumsfjöruborð. Hafi land, sem fellur innan þess svæðis, verið tilgreint í kröfulýsingu þá mun það falla út af henni. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56 Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51 Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42 Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„En heitir þessu fræga nafni Kerlingarhólmi,“ segir Þórhildur en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði Þórhildur segir að einhvern veginn hafi hólminn endað í kröfugerð Óbyggðanefndar sem gerði nýlega kröfu í sker og eyjar við Ísland. Eigendur hafa til 15. maí til að staðfesta eignarétt sinn og sanna. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Vill að krafan verði felld niður Þórhildur segir að hún meti nú ásamt fjölskyldu sinni hver þeirra næstu skref eigi að vera. Það hafi verið gerð mistök sem þurfi að leiðrétta og hún hafi vonast til þess að það yrði gert og málinu lokið. Fjallað var um málið í upphafi mánaðar en Þórhildur segir að frá þeim tíma hafi þau ekkert heyrt frá stjórnvöldum. Því hafi þau sent bréf á stjórnvöld þar sem þau óska eftir rökstuðningi fyrir kröfunni og benda á að tún þeirra falli utan skilyrða kröfu nefndarinnar. Því vilji þau að krafan verði felld niður. Þórhildur segir það mikil vonbrigði að þingmenn kjördæmisins hafi ekki sýnt þessu mikinn áhuga. Hún hafi sem dæmi ekkert heyrt í fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hafi í gær fengið símtal frá þingmanni Framsóknarflokksins, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Þórhildur segir að þau muni fara með málið eins langt og þau komist. Þau muni verja land sitt eins og þau geti. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Fjármálaráðuneytið segir í útskýringu til fréttastofu vegna málsins að þau hafi lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Það land sem hafi verið í kröfulýsingunni, en fellur utan skilyrða hennar, falli það út af henni. Fréttin var uppfærð eftir að ráðuneytið sendi útskýringu til fréttastofu eftir birtingu fréttarinnar. Uppfært 15.3.2024 klukkan 10.00. Útskýringin var þessi: Kröfugerðin tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og miðast við stórstraumsfjöruborð. Hafi land, sem fellur innan þess svæðis, verið tilgreint í kröfulýsingu þá mun það falla út af henni. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar.
Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56 Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51 Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42 Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56
Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51
Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42
Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10