Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2024 20:42 Þórdís Kolbrún segir málið ekki vera komið á sitt borð en Páll Magnússon segir hana bera alla ábyrgð. Vísir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sat Þórdís fyrir svörum vegna kröfu ríkisins á hluta Vestmannaeyja, sem lýst er í skýrslu óbyggðanefndar. Áður hefur framkvæmdastjóri óbyggðanefndar sagt misskilnings gæta um málið, það sé hlutverk hennar að úrskurða um kröfur og kynna þær. Engin ákvörðun verið tekin „Ég hef heyrt í allmörgum Eyjamönnum í dag og fengið skilaboð frá mörgum þeirra en eins og ég hef nefnt í einhverjum viðtölum fram til þessa að þá er þetta mál ekki á mínu borði enn sem komið er,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir óbyggðanefnd heyra undir forsætisráðuneytið. Kröfugerðir á vegum ríkisins heyri svo undir fjármálaráðuneytið. „Ríkið gerir kröfu og aðrir gera kröfu og svo er það ekki fyrr en taka þarf ákvarðanir um málshöfðun, áfrýjun, annað slíkt sem það gæti komið til þess að það komi inn á mitt borð en það er engin ný ákvörðun í þessu, það er engin pólitísk ákvörðun, það er engin ný ákvörðun, það er engin lagabreyting.“ Um sé að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegn um síðan lög um þessi mál tóku gildi árið 1998. Þá hafi Þórdís persónulega haft meiri áhuga á Spice Girls. „Og nú er komið að þessu síðasta svæði og Eyjamenn sem hafa sterkar skoðanir á þessu og ég hef bara fullan skilning á því, rétt eins og ég hef hlustað á marga bændur og aðra landeigendur í gegnum tíðina, í gegnum árin, sem hafa haft það líka.“ Það er ljóst miðað við tóninn í Eyjamönnum að þeir muni berjast með krafti og klóm gegn þessu? „Já og ég, hér eftir sem hingað til, ég hvet alla til þess að gæta ítrasta réttar síns í þessari málsmeðferð. Það má vera algjörlega skýrt og ég tel mig nú þekkja Eyjamenn nægilega vel til þess að vita að þeir munu sannarlega gera það.“ Segir kröfuna á ábyrgð ráðherrans Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir í aðsendri grein á Vísi, að ljóst sé af svörum ráðherrans að halda eigi kröfu ríkisins til streitu. „Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans,“ fullyrðir Páll í grein sinni. Hann segir að draga megi svör ráðherrans saman í fjögur orð, „Þetta er bara svona.“ Páll segir það koma á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi afsalað Vestmannaeyjabæ árið 1960. „Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess.“ Vestmannaeyjar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sat Þórdís fyrir svörum vegna kröfu ríkisins á hluta Vestmannaeyja, sem lýst er í skýrslu óbyggðanefndar. Áður hefur framkvæmdastjóri óbyggðanefndar sagt misskilnings gæta um málið, það sé hlutverk hennar að úrskurða um kröfur og kynna þær. Engin ákvörðun verið tekin „Ég hef heyrt í allmörgum Eyjamönnum í dag og fengið skilaboð frá mörgum þeirra en eins og ég hef nefnt í einhverjum viðtölum fram til þessa að þá er þetta mál ekki á mínu borði enn sem komið er,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir óbyggðanefnd heyra undir forsætisráðuneytið. Kröfugerðir á vegum ríkisins heyri svo undir fjármálaráðuneytið. „Ríkið gerir kröfu og aðrir gera kröfu og svo er það ekki fyrr en taka þarf ákvarðanir um málshöfðun, áfrýjun, annað slíkt sem það gæti komið til þess að það komi inn á mitt borð en það er engin ný ákvörðun í þessu, það er engin pólitísk ákvörðun, það er engin ný ákvörðun, það er engin lagabreyting.“ Um sé að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegn um síðan lög um þessi mál tóku gildi árið 1998. Þá hafi Þórdís persónulega haft meiri áhuga á Spice Girls. „Og nú er komið að þessu síðasta svæði og Eyjamenn sem hafa sterkar skoðanir á þessu og ég hef bara fullan skilning á því, rétt eins og ég hef hlustað á marga bændur og aðra landeigendur í gegnum tíðina, í gegnum árin, sem hafa haft það líka.“ Það er ljóst miðað við tóninn í Eyjamönnum að þeir muni berjast með krafti og klóm gegn þessu? „Já og ég, hér eftir sem hingað til, ég hvet alla til þess að gæta ítrasta réttar síns í þessari málsmeðferð. Það má vera algjörlega skýrt og ég tel mig nú þekkja Eyjamenn nægilega vel til þess að vita að þeir munu sannarlega gera það.“ Segir kröfuna á ábyrgð ráðherrans Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir í aðsendri grein á Vísi, að ljóst sé af svörum ráðherrans að halda eigi kröfu ríkisins til streitu. „Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans,“ fullyrðir Páll í grein sinni. Hann segir að draga megi svör ráðherrans saman í fjögur orð, „Þetta er bara svona.“ Páll segir það koma á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi afsalað Vestmannaeyjabæ árið 1960. „Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess.“
Vestmannaeyjar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira