Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“ Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2024 15:32 Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina í morgun. Valur Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann. „Hann er á allt öðrum stað núna en þegar að hann mætti á sínum tíma á æfingu hjá okkur í fyrra,“ segir Arnar í samtali við Vísi í dag um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni Vals sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði. Staðan á Gylfa Þór er eitthvað sem margir spyrja sig að nú þegar að hann hefur sett stefnuna á að spila hér heima á Íslandi í Bestu deildinni á komandi tímabili. „Hann er búinn að vera að æfa, búinn að fara aftur út að spila leiki með landsliðinu sem og Lyngby. Svo lendir hann í meiðslum, sem er ósköp eðlilegt hafandi verið frá í töluverðan tíma og líka kominn á þetta seinna stig síns leikmannaferils. Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað.“ Klippa: Arnar Grétarsson ræðir komu Gylfa Þórs til Vals Það þurfi þó að halda mjög vel utan um Gylfa næstu vikurnar. „Fylgjast vel með. Vegna þess að það þarf að beisla hann niður. Gylfi vill mikið. Vill spila og hefur gaman af því. Þá þurfum við að fylgja því þannig eftir að það komi ekki bakslag í endurkomu hans. Staðan á honum er því nokkuð góð. Það munu þó fara nokkrar vikur í að byggja hann hægt og rólega upp.“. Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Nánar verður rætt við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld að loknum kvöldfréttum. Valur Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Hann er á allt öðrum stað núna en þegar að hann mætti á sínum tíma á æfingu hjá okkur í fyrra,“ segir Arnar í samtali við Vísi í dag um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni Vals sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði. Staðan á Gylfa Þór er eitthvað sem margir spyrja sig að nú þegar að hann hefur sett stefnuna á að spila hér heima á Íslandi í Bestu deildinni á komandi tímabili. „Hann er búinn að vera að æfa, búinn að fara aftur út að spila leiki með landsliðinu sem og Lyngby. Svo lendir hann í meiðslum, sem er ósköp eðlilegt hafandi verið frá í töluverðan tíma og líka kominn á þetta seinna stig síns leikmannaferils. Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað.“ Klippa: Arnar Grétarsson ræðir komu Gylfa Þórs til Vals Það þurfi þó að halda mjög vel utan um Gylfa næstu vikurnar. „Fylgjast vel með. Vegna þess að það þarf að beisla hann niður. Gylfi vill mikið. Vill spila og hefur gaman af því. Þá þurfum við að fylgja því þannig eftir að það komi ekki bakslag í endurkomu hans. Staðan á honum er því nokkuð góð. Það munu þó fara nokkrar vikur í að byggja hann hægt og rólega upp.“. Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Nánar verður rætt við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld að loknum kvöldfréttum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira