Innlent

Nafn mannsins sem lést í Heið­mörk

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hrafn var fæddur árið 2004 og bjó á Álftanesi.
Hrafn var fæddur árið 2004 og bjó á Álftanesi.

Maðurinn sem lést í mótorhjólaslysi á Heiðmerkurvegi í síðustu viku hét Hrafn Breiðfjörð Ell­erts­son.

Hrafn var fæddur árið 2004 og bjó á Álftanesi. Mbl.is greinir frá þessu og segir að útför hans fari fram í Víðistaðakirkju mánu­dag­inn 18. mars klukkan þrjú.

Í tilkynningu frá lögreglu í kjölfar slyssins kom fram að maðurinn hefði ekið mótorhjóli vestur Heiðmerkurveg en virðist hafa misst stjórn á hjólinu og hafnað utan vegar.

Tilkynning um slysið barst klukkan tuttugu mínútur yfir sex þann sjöunda mars.

Um var að ræða áttunda banaslysið í umferðinni það sem af er ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×