Fótbolti

Sex hand­teknir í sér­stakri að­gerð lög­reglunnar á Spáni

Aron Guðmundsson skrifar
Heimili knattspyrnumannsins Radamel Falcao var eitt þeirra sem brotamennirnir herjuðu á.
Heimili knattspyrnumannsins Radamel Falcao var eitt þeirra sem brotamennirnir herjuðu á. Vísir/Getty

Lög­reglan á Spáni hefur hand­tekið sex manns í tengslum við inn­brot á heimilum þekktra og auðugra ein­stak­linga í höfuð­borginni Madríd.

Meðal annars var brotist inn á heimili knatt­spyrnu­mannanna Rada­mel Fal­cao og Rodrygo Goes en við hand­tökurnar á þessum sex ein­stak­lingum, fimm karl­mönnum og einni konu, lagði lög­reglan hald á þýfi. Þar á meðal tíu úr og yfir þrú þúsund evrur. Þá var einnig lagt hald á tvær loft­byssur.

Hand­tökurnar áttu sér stað þann 13. febrúar síðast­liðinn en að­eins núna í þessari vikur var greint frá þeim en inn­brota­hrinan, sem um­ræddir ein­staklingar eru taldir hafa staðið fyrir, stóð yfir í júlí­mánuði árið 2022 í og við Madríd.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglu voru hinir grunuðu vel undir­búnir fyrir inn­brotin og höfðu lagt á sig mikla undir­búnings­vinnu.

Þrjú af þeim sex sem hand­tekin voru eru í gæslu­varð­haldi og rann­sókn málsins stendur enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×