Allt að 75 hús ónýt Árni Sæberg skrifar 13. mars 2024 10:43 Talið er að altjón hafi orðið á allt að 75 húsum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratryggingu Íslands hefur borist um fimm hundruð tilkynningar um tjón í Grindavík frá því að atburðir hófust þar 10. nóvember síðastliðinn. Við yfirferð innsendra tilkynninga hefur komið í ljós að sendar hafa verið fleiri en ein tilkynning vegna nokkurra mála og eru því mál sem krefjast meðferðar af hálfu NTÍ nokkru færri en innsendar tilkynningar, eða 474. Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar segir að tjónamati sé lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna hafin í 217 málum en 61 mál bíði tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum séu 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa. Altjón á allt að 75 húsum Tilkynningar vegna húseigna skiptist þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggi ekki fyrir en að óbreyttu megi búast við að þau verði á bilinu 70 til 75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum sé hafið í 62 málum, þar af séu 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 3,4 milljarðar króna. Tjón undir eigin áhættu í 82 tilvikum Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggi nú fyrir í 112 málum og unnið sé að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim sé 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið sé að meta tíu hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nemi samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli. Í 82 málum sé það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og muni því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki 400 þúsund krónur. Alls hafi borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og tjónamati sé lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum sé um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafi borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggi ekki fyrir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar segir að tjónamati sé lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna hafin í 217 málum en 61 mál bíði tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum séu 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa. Altjón á allt að 75 húsum Tilkynningar vegna húseigna skiptist þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggi ekki fyrir en að óbreyttu megi búast við að þau verði á bilinu 70 til 75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum sé hafið í 62 málum, þar af séu 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 3,4 milljarðar króna. Tjón undir eigin áhættu í 82 tilvikum Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggi nú fyrir í 112 málum og unnið sé að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim sé 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið sé að meta tíu hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nemi samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli. Í 82 málum sé það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og muni því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki 400 þúsund krónur. Alls hafi borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og tjónamati sé lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum sé um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafi borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggi ekki fyrir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02
Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44