Stál í stál í Karphúsinu Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2024 19:20 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari (til vinstri) hefur verið í því undanfarna sólarhringa að bera skilaboð á milli deiluaðila. Vísir/Vilhelm Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair. „Þetta eru ofsafengin viðbrögð svo vægt sé til orða tekið miðað við þær hófstilltu kröfur sem við höfum sett fram gagnvart 150 manna hópi uppi á Keflavíkurflugvelli. Sem vinnur á lágmarks kjörum,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR skömmu eftir að hafa komist að því í fjölmiðlum að SA hygðist boða til verkbanns. Hér má sjá hvernig verkfallsaðgerðir VR myndu dreifast í aðdraganda páska, yfir páskana og eftir páska.Grafík/Sara Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta eðlileg viðbrögð að hálfu samtakanna. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir verkbannið vera varnaraðgerð.Stöð 2/Arnar „Þetta eru auðvitað fyrst og fremst varnaraðgerð að okkar hálfu til að mæta þeim fyrirhuguðu verkföllum sem VR hefur boðað vegna þeirra kjaraviðræðna sem eru í gangi hérna. Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ sagði Sigríður Margrét um miðjan dag í dag. „Það veltur auðvitað allt á því að við náum samningum. Við teljum okkur enn þá vera í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ég veit ekki til þess að þeirra viðhorf hafi breyst hvað það varðar,“ sagði Ragnar Þór. Verkfallsaðgerðir VR sem eiga að hefjast helgina fyrir páska og halda svo áfram með hléum í páskavikunni og dagana þar á eftir, hefðu mikil áhrif á áætlanir Icelandair. Flug hjá þúsundum farþega flugfélagsins og annarra félaga sem Icelandair þjónustar, sem og útflutningur á fiski og öðrum vörum myndu raskast. Verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi síðan senda þúsundir og jafnvel tugþúsundir skrifstofufólks heim án launa og án réttar til atvinnuleysisbóta. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðbrögð SA með verkbanni vera ofsafengin.Vísir/Vilhelm „Við erum með mjög öfluga sjóði, mjög öfluga sjóði. Þannig að þeir eru vel í stakk búnir til að takast á við ýmislegt," segir formaður VR. Verkbanni hafði nánast ekki verið beitt í áratugi þegar Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann í harðri deilu við Eflingu í byrjun síðasta árs. Það varð til þess að hnúturinn í þeirri deilu hertist enn frekar. Sigríður Margrét segir vinnulöggjöfina samhverfa varðandi vinnustöðvanir. „Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélögin geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns til þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur,“ sagði Sigríður Margrét. Nú skipti máli að nýta einstakt tækifæri til að ná efnahagslegun stöðugleika. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu VR félaga um verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli liggur fyrir á hádegi á fimmtudag. „Það er ljóst miðað við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni hjá okkur að hún er gríðarlega góð. Það voru yfir 90 prósent búin að greiða atkvæði núna í morgun. Þá var atkvæðagreiðslan búin að standa í rúman sólarhring. Þannig að mér finnst það benda til að fólkið uppi á velli er tilbúið til að standa þétt á bakvið sínar kröfur og sínar aðgerðir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð svo vægt sé til orða tekið miðað við þær hófstilltu kröfur sem við höfum sett fram gagnvart 150 manna hópi uppi á Keflavíkurflugvelli. Sem vinnur á lágmarks kjörum,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR skömmu eftir að hafa komist að því í fjölmiðlum að SA hygðist boða til verkbanns. Hér má sjá hvernig verkfallsaðgerðir VR myndu dreifast í aðdraganda páska, yfir páskana og eftir páska.Grafík/Sara Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta eðlileg viðbrögð að hálfu samtakanna. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA segir verkbannið vera varnaraðgerð.Stöð 2/Arnar „Þetta eru auðvitað fyrst og fremst varnaraðgerð að okkar hálfu til að mæta þeim fyrirhuguðu verkföllum sem VR hefur boðað vegna þeirra kjaraviðræðna sem eru í gangi hérna. Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ sagði Sigríður Margrét um miðjan dag í dag. „Það veltur auðvitað allt á því að við náum samningum. Við teljum okkur enn þá vera í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ég veit ekki til þess að þeirra viðhorf hafi breyst hvað það varðar,“ sagði Ragnar Þór. Verkfallsaðgerðir VR sem eiga að hefjast helgina fyrir páska og halda svo áfram með hléum í páskavikunni og dagana þar á eftir, hefðu mikil áhrif á áætlanir Icelandair. Flug hjá þúsundum farþega flugfélagsins og annarra félaga sem Icelandair þjónustar, sem og útflutningur á fiski og öðrum vörum myndu raskast. Verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi síðan senda þúsundir og jafnvel tugþúsundir skrifstofufólks heim án launa og án réttar til atvinnuleysisbóta. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðbrögð SA með verkbanni vera ofsafengin.Vísir/Vilhelm „Við erum með mjög öfluga sjóði, mjög öfluga sjóði. Þannig að þeir eru vel í stakk búnir til að takast á við ýmislegt," segir formaður VR. Verkbanni hafði nánast ekki verið beitt í áratugi þegar Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann í harðri deilu við Eflingu í byrjun síðasta árs. Það varð til þess að hnúturinn í þeirri deilu hertist enn frekar. Sigríður Margrét segir vinnulöggjöfina samhverfa varðandi vinnustöðvanir. „Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélögin geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns til þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur,“ sagði Sigríður Margrét. Nú skipti máli að nýta einstakt tækifæri til að ná efnahagslegun stöðugleika. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu VR félaga um verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli liggur fyrir á hádegi á fimmtudag. „Það er ljóst miðað við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni hjá okkur að hún er gríðarlega góð. Það voru yfir 90 prósent búin að greiða atkvæði núna í morgun. Þá var atkvæðagreiðslan búin að standa í rúman sólarhring. Þannig að mér finnst það benda til að fólkið uppi á velli er tilbúið til að standa þétt á bakvið sínar kröfur og sínar aðgerðir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06 „Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28 Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fyrst og fremst varnaraðgerð Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. 12. mars 2024 16:06
„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. 12. mars 2024 13:28
Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. 12. mars 2024 12:30
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31