Fyrst og fremst varnaraðgerð Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 12. mars 2024 16:06 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði skömmu eftir tilkynningu SA að um ofsafengin viðbrögð við raunhæfum kröfum VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir boðun vinnibanns fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA til þess að mæta fyrirhöguðum verkföllum, sem VR hefur boðað vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. „Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ segir Sigríður Margrét. Fréttamaður ræddi við hana í Karphúsinu síðdegis. Ekki til marks um aukna hörku Afar sjaldgæft er að vinnubanni sé beitt í kjaradeilum. Því var hótað í upphafi síðasta árs en ekki kom til framkvæmdar. Einhverjir áratugir eru síðan vinnubann var framkvæmt. Er þetta til marks um að harka í samningaviðræðum og kjaraviðræðum sé að aukast? „Ég held alls ekki. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar kemur að vinnulöggjöfinni þá er hún samhverf hvað varðar vinnustöðvanir. Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélög geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur og í þessu tilfelli þá skiptir mjög miklu máli að við nýtum þetta einstaka tækifæri sem við höfum til að ná efnahagslegum stöðugleika. Þess vegna erum við að setja þennan þrýsting á forystu VR til að ljúka málum.“ Sjálfsagt að semja um sérstakar kröfur Sem áður segir stendur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli helst í vegi fyrir samningum. Er hægt að semja um eitthvað varðandi kröfur VR uppi á Keflavíkurflugvelli eða hafnið þið þeim alfarið? „Að sjálfsögðu er hægt að semja um tiltekin atriði og tiltekna þætti sem snúa að sérstökum kröfum viðsemjanda okkar, sem lúta að starfsmönnum upp á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sannarlega þannig. En varðandi launastefnuna sjálfa, sem við höfum markað, þá munum við svo sannarlega fylgja henni eftir.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði skömmu eftir tilkynningu SA að um ofsafengin viðbrögð við raunhæfum kröfum VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir boðun vinnibanns fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA til þess að mæta fyrirhöguðum verkföllum, sem VR hefur boðað vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. „Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ segir Sigríður Margrét. Fréttamaður ræddi við hana í Karphúsinu síðdegis. Ekki til marks um aukna hörku Afar sjaldgæft er að vinnubanni sé beitt í kjaradeilum. Því var hótað í upphafi síðasta árs en ekki kom til framkvæmdar. Einhverjir áratugir eru síðan vinnubann var framkvæmt. Er þetta til marks um að harka í samningaviðræðum og kjaraviðræðum sé að aukast? „Ég held alls ekki. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar kemur að vinnulöggjöfinni þá er hún samhverf hvað varðar vinnustöðvanir. Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélög geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur og í þessu tilfelli þá skiptir mjög miklu máli að við nýtum þetta einstaka tækifæri sem við höfum til að ná efnahagslegum stöðugleika. Þess vegna erum við að setja þennan þrýsting á forystu VR til að ljúka málum.“ Sjálfsagt að semja um sérstakar kröfur Sem áður segir stendur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli helst í vegi fyrir samningum. Er hægt að semja um eitthvað varðandi kröfur VR uppi á Keflavíkurflugvelli eða hafnið þið þeim alfarið? „Að sjálfsögðu er hægt að semja um tiltekin atriði og tiltekna þætti sem snúa að sérstökum kröfum viðsemjanda okkar, sem lúta að starfsmönnum upp á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sannarlega þannig. En varðandi launastefnuna sjálfa, sem við höfum markað, þá munum við svo sannarlega fylgja henni eftir.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira