„Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Jón Þór Stefánsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. mars 2024 13:42 Sveinn Andri með friðarmerkið á lofti. Einar Oddur við hlið hans. Myndin var tekin augnablikum eftir að dómur var kveðinn upp. Vísir/Dúi Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. Málið hefur verið mikill fjölmiðlamatur undanfarin ár og velkst um í dómskerfinu. Upphaf þess má rekja til þess þegar ríkislögreglustjóri boðaði til blaðamannafundar í september 2022 og upplýsti að tveir karlmenn sættu gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi. Málið fór fljótlega frá embætti ríkislögreglustjóra yfir til héraðssaksóknara vegna þess að í ljós kom að hinir grunuðu höfðu átt í samskiptum við föður Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Faðir hennar er vopnasali. Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru að lokinni rannsókn ákærðir fyrir hryðjuverk. Ákærunni var í tvígang vísað frá héraðsdómi en fékk að lokum meðferð í héraðsdómi í febrúar og í dag var kveðinn upp dómur. Sindri og Ísidór hlutu dóm fyrir vopnalagabrot sem þeir játuðu að hluta. Voru þeir sakfelldir fyrir vopnaframleiðslu. „Ég er nokkuð sáttur og ánægður. Það liggur fyrir að ákærði Sindri var sýknaður af hryðjuverkaþætti málsins og hlaut dóm fyrir eitthvað sem hann að mestu leyti játaði. Þannig að þetta er ippon,“ segir Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs og vísar hæstu einkunnar sem hægt er að fá í japönskum bardagalistum. „Það er gríðarlegur léttir að þeir hafi verið hreinsaðir af þessum ásökunum um tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun. Eins og lá fyrir allt frá upphafi þá játuðu þeir ákveðin vopnalagabrot og eru dæmdir fyrir þau,“ segir Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs. Dómur hefur verið kveðinn upp á neðsta dómstigi og óvissa með framhaldið. „Boltinn fer yfir til ríkissaksóknara og embættið metur sjálfstætt hvort hann telur vera tilefni til áfrýjunar. Í mínum huga er ekki tilefni til þess að áfrýja þessu áfram. Þó að þetta sé fyrsta hryðjuverkamálið þá reynir þetta bara á tilraun. Ég hef trú á því að héraðsdómur hafi farið eftir fræðibókunum um tilraun og þá hlutdeild í tilefni hans umbjóðanda. Það eru engin rök sem mæla sérstaklega með áfrýjun,“ segir Sveinn Andri. „Vopnalagabrotin eru nokkuð umfangsmikil og hefur ekki reynt á þetta áður. Þetta er heldur í þyngri kantinum án þess að hafa skoðað foresendurnar. Þetta er eitthvað sem var viðbúið,“ segir Einar Oddur. Sveinn Andri tekur undir þetta. „Miðað við ákæruna og sakfellinguna eru þetta óvenju alvarleg vopnalagabrot. Framleiðsla á vopnum og breytingar. En að öllu jöfnu á þetta að þýða að okkar umbjóðendur þurfa ekki að afplána sína dóma í fangelsi. Þeir eiga að geta tekið út sína dóma með samfélagsþjónustu. Ég held að frá okkar bæjardyrum séð er þetta niðurstaða sem ég tel að við munum una.“ Þeir voru spurðir út í það hvort þeir teldu dóminn fordæmisgefandi. „Að mörgu leyti er þessi niðurstaða fordæmisgefandi. Ég veit ekki hversu djúpt dómurinn hefur farið í þetta hryðjuverkaákvæði. En ég held að þessi dómur geti allavega verið skólabókardæmi fyrir laganema framtíðarinnar um tilraun og hvenær tilraun telst vera refsiverð háttsemi,“ segir Sveinn Andri. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á störf lögreglu í málinu. „Þessi niðurstaða er áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra. Það er bara þannig.“ Einar Oddur tekur undir það. „Þetta er í samræmi við þann málflutning sem hefur verið af hálfu varnarinnar allan tíma að það hafi verið farið of geyst af stað í upphafi. Ég held að þessi niðurstaða staðfesti það.“ Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. febrúar 2024 13:19 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Málið hefur verið mikill fjölmiðlamatur undanfarin ár og velkst um í dómskerfinu. Upphaf þess má rekja til þess þegar ríkislögreglustjóri boðaði til blaðamannafundar í september 2022 og upplýsti að tveir karlmenn sættu gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi. Málið fór fljótlega frá embætti ríkislögreglustjóra yfir til héraðssaksóknara vegna þess að í ljós kom að hinir grunuðu höfðu átt í samskiptum við föður Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Faðir hennar er vopnasali. Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru að lokinni rannsókn ákærðir fyrir hryðjuverk. Ákærunni var í tvígang vísað frá héraðsdómi en fékk að lokum meðferð í héraðsdómi í febrúar og í dag var kveðinn upp dómur. Sindri og Ísidór hlutu dóm fyrir vopnalagabrot sem þeir játuðu að hluta. Voru þeir sakfelldir fyrir vopnaframleiðslu. „Ég er nokkuð sáttur og ánægður. Það liggur fyrir að ákærði Sindri var sýknaður af hryðjuverkaþætti málsins og hlaut dóm fyrir eitthvað sem hann að mestu leyti játaði. Þannig að þetta er ippon,“ segir Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs og vísar hæstu einkunnar sem hægt er að fá í japönskum bardagalistum. „Það er gríðarlegur léttir að þeir hafi verið hreinsaðir af þessum ásökunum um tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun. Eins og lá fyrir allt frá upphafi þá játuðu þeir ákveðin vopnalagabrot og eru dæmdir fyrir þau,“ segir Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs. Dómur hefur verið kveðinn upp á neðsta dómstigi og óvissa með framhaldið. „Boltinn fer yfir til ríkissaksóknara og embættið metur sjálfstætt hvort hann telur vera tilefni til áfrýjunar. Í mínum huga er ekki tilefni til þess að áfrýja þessu áfram. Þó að þetta sé fyrsta hryðjuverkamálið þá reynir þetta bara á tilraun. Ég hef trú á því að héraðsdómur hafi farið eftir fræðibókunum um tilraun og þá hlutdeild í tilefni hans umbjóðanda. Það eru engin rök sem mæla sérstaklega með áfrýjun,“ segir Sveinn Andri. „Vopnalagabrotin eru nokkuð umfangsmikil og hefur ekki reynt á þetta áður. Þetta er heldur í þyngri kantinum án þess að hafa skoðað foresendurnar. Þetta er eitthvað sem var viðbúið,“ segir Einar Oddur. Sveinn Andri tekur undir þetta. „Miðað við ákæruna og sakfellinguna eru þetta óvenju alvarleg vopnalagabrot. Framleiðsla á vopnum og breytingar. En að öllu jöfnu á þetta að þýða að okkar umbjóðendur þurfa ekki að afplána sína dóma í fangelsi. Þeir eiga að geta tekið út sína dóma með samfélagsþjónustu. Ég held að frá okkar bæjardyrum séð er þetta niðurstaða sem ég tel að við munum una.“ Þeir voru spurðir út í það hvort þeir teldu dóminn fordæmisgefandi. „Að mörgu leyti er þessi niðurstaða fordæmisgefandi. Ég veit ekki hversu djúpt dómurinn hefur farið í þetta hryðjuverkaákvæði. En ég held að þessi dómur geti allavega verið skólabókardæmi fyrir laganema framtíðarinnar um tilraun og hvenær tilraun telst vera refsiverð háttsemi,“ segir Sveinn Andri. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á störf lögreglu í málinu. „Þessi niðurstaða er áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra. Það er bara þannig.“ Einar Oddur tekur undir það. „Þetta er í samræmi við þann málflutning sem hefur verið af hálfu varnarinnar allan tíma að það hafi verið farið of geyst af stað í upphafi. Ég held að þessi niðurstaða staðfesti það.“
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. febrúar 2024 13:19 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52
Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. febrúar 2024 13:19
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52