Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 13:19 Fróðlegt verður að sjá hvort lögreglan kalli eftir upplýsingum frá konunni varðandi vopnasölu hér á landi. Meðal íslenskra vopnasala er faðir ríkislögreglustjóra en tengslin urðu til þess að embættið lýsti sig vanhæft í málinu. Vísir/Vilhelm Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan afhenti lögreglu hundrað skota magasín sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Hundrað skota magasín er kolólöglegt. Það er öllum öllum ljóst sem eru með byssuleyfi,“ sagði hún fyrir dómi og bætti við að einungis mætti flytja inn magasín með fimm skotum. „Það er talsverður munur á fimm og hundrað skota magasíni.“ Konan sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sagðist vera faðir annars sakborningsins, en hún mundi ekki hvort það var faðir Sindra Snæs Birgissonar eða Ísidórs Nathanssonar. Sá hafi sagt henni að lögreglan væri á eftir syni hennar og að sjálfur væri hann búinn að missa byssuleyfið. Því hafi hann beðið fyrirtækið sem konan starfaði hjá um að geyma byssurnar. Konan sagði að þegar að hún hafi komist að því að það sem þau væru beðin um að geyma væri ólöglegt hafi hún hringt á lögregluna og spurt hvað hún ætti að gera. Lögreglan hafi beðið hana um að koma magasíninu á lögreglustöð, sem hún og gerði. Konan tók fram að hún sjálf hafi ekki tekið við magasíninu, heldur hafi samstarfsmaður hennar gert það. Hún telur að hann hafi vitað hvers konar muni væri um að ræða. „Hann er ekki vitlaus maður.“ Sjokkerandi vopnabransi Að sögn konunnar var aðkoma hennar að hryðjuverkamálinu svokallaða „það minnst sjokkerandi“ við veru hennar í vopnabransanum. „Allur þessi bransi er ótrúlegur. Það er ótrúlega mikið af ólöglegum vopnum hérna. Ég er ánægð að vera segja ykkur frá því,“ sagði konan. Hún sagðist vera sjokkeruð yfir þessu, stór magasín og ólögleg vopn séu víða að hennar sögn. Þá sagði hún reynda menn sem hefðu verið með byssuleyfi í áratugi eiga í hlut. Þegar skýrslutöku konunnar var lokið og hún að ganga úr dómsalnum bætti hún við: „Ef þið viljið nöfnin kallið í mig aftur.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Konan afhenti lögreglu hundrað skota magasín sem var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Hundrað skota magasín er kolólöglegt. Það er öllum öllum ljóst sem eru með byssuleyfi,“ sagði hún fyrir dómi og bætti við að einungis mætti flytja inn magasín með fimm skotum. „Það er talsverður munur á fimm og hundrað skota magasíni.“ Konan sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sagðist vera faðir annars sakborningsins, en hún mundi ekki hvort það var faðir Sindra Snæs Birgissonar eða Ísidórs Nathanssonar. Sá hafi sagt henni að lögreglan væri á eftir syni hennar og að sjálfur væri hann búinn að missa byssuleyfið. Því hafi hann beðið fyrirtækið sem konan starfaði hjá um að geyma byssurnar. Konan sagði að þegar að hún hafi komist að því að það sem þau væru beðin um að geyma væri ólöglegt hafi hún hringt á lögregluna og spurt hvað hún ætti að gera. Lögreglan hafi beðið hana um að koma magasíninu á lögreglustöð, sem hún og gerði. Konan tók fram að hún sjálf hafi ekki tekið við magasíninu, heldur hafi samstarfsmaður hennar gert það. Hún telur að hann hafi vitað hvers konar muni væri um að ræða. „Hann er ekki vitlaus maður.“ Sjokkerandi vopnabransi Að sögn konunnar var aðkoma hennar að hryðjuverkamálinu svokallaða „það minnst sjokkerandi“ við veru hennar í vopnabransanum. „Allur þessi bransi er ótrúlegur. Það er ótrúlega mikið af ólöglegum vopnum hérna. Ég er ánægð að vera segja ykkur frá því,“ sagði konan. Hún sagðist vera sjokkeruð yfir þessu, stór magasín og ólögleg vopn séu víða að hennar sögn. Þá sagði hún reynda menn sem hefðu verið með byssuleyfi í áratugi eiga í hlut. Þegar skýrslutöku konunnar var lokið og hún að ganga úr dómsalnum bætti hún við: „Ef þið viljið nöfnin kallið í mig aftur.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira