Innlent

Reiknar með því að verk­falls­að­gerðir á Kefla­víkur­flug­velli verði sam­þykktar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ný MYND

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjaramálin og nú eru það verslunarmenn sem sitja við samningaborðið í Karphúsinu. 

Formaður VR segist reikna fastlega með því að verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar en atkvæðagreiðslu lýkur á morgun.

Þá fjöllum við um ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í gær að hætta að setja umsóknir um fjölskyldusameiningu fólks frá Palestínu í forgang. Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvörðunina og segir ástandið á Gasa síst hafa skánað. 

Einnig heyrum við í Grindvíkingum sem fara fram á að þeir fái stöðu fyrstu kaupenda þegar kemur að því að fjárfesta í nýrri fasteign eftir hamfarirnar í bænum. 

Og í íþróttunum verður fjallað um körfubolta gærdagsins, Gísla Þorgeir og Sveindísi Jane sem gera það gott í Þýskalandi þessa dagana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×