Erlent

For­sætis­ráð­herra Haítí farinn frá

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þrýst hafði verið á Henry að hann boðaði til forsetakosninga í landinu. 
Þrýst hafði verið á Henry að hann boðaði til forsetakosninga í landinu.  Spencer Platt/Getty Images

Forsætisráðherra Haítí hefur sagt af sér eftir margra vikna ófremdarástand í landinu þar sem glæpahópar hafa í raun tekið völdin.

Ariel Henry tók þessa ákvörðun eftir að leiðtogar á svæðinu hittust á Jamaíka til að ræða ástandið. Henry er nú strandaglópur í Puertó Rico eftir að glæpagengin meinuðu honum að snúa aftur til síns heima. Hann hafði farið til Kenýa til þess að freista þess að fá Sameinuðu þjóðirnar til þess að senda friðargæslulið til landsins til að róa ástandið.

Henry, sem var settur forsætisráðherra tímabundið árið 2021 eftir að forseti landsins var myrtur, hefur verið gagnrýndur fyrir að blása ekki til forsetakosninga. Glæpahópar gerðu síðan einskonrar uppreisn á dögunum og nú ríkir neyðarástand þar.


Tengdar fréttir

Vargöld í Haítí

Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið.

„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“

Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×