Matthías Johannessen er látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 07:15 Matthías Johanenssen tók við stöðu ritstjóra Morgunblaðsins árið 1959, þegar hann var 29 ára gamall. Bókmenntaborgin Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Matthías ritstýrði blaðinu í rúm fjörutíu ár, frá árinu 1959 til 2000. Matthías fæddist 3. janúar 1930 og var sonur hjónanna Haraldar Johannessen, aðalféhirðis Landsbankans, og Önnu Jóhannesdóttur Johannessen húsmóður. Hann lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands í íslenskum fræðum og hóf fyrst störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu samhliða námi árið 1951 þegar hann var 21 árs að aldri. Hann var svo ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins við hlið Valtýs Stefánssonar, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Bjarnasonar árið 1959, þá einungis 29 ára að aldri. Hann gegndi á ritstjóraferli sínum einnig stöðu ritstjóra við hlið Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Styrmis Gunnarssonar. Auk þess að starfa sem ritstjóri skrifaði Matthías einnig tugi bóka, ljóðabækur, leikrit og viðtalsbækur. Hann hlaut fjölda verðlauna á ferli sínum meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Kjarval árið 2005. Þá var Matthías einnig virkur í félagsmálum og sat meðal annars í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags, í menntamálaráði, í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins, stjórn Krabbameinsfélagsins og Hjartaverndar, auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Matthías giftist Hönnu Ingólfsdóttur árið 1953 og eignuðust þau tvo syni, þá Harald, lögfræðing og fyrrverandi ríkislögreglustjóra, og Ingólf, lækni og lektor við Edinborgarháskóla. Hanna lést árið 2009. Andlát Fjölmiðlar Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Matthías ritstýrði blaðinu í rúm fjörutíu ár, frá árinu 1959 til 2000. Matthías fæddist 3. janúar 1930 og var sonur hjónanna Haraldar Johannessen, aðalféhirðis Landsbankans, og Önnu Jóhannesdóttur Johannessen húsmóður. Hann lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands í íslenskum fræðum og hóf fyrst störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu samhliða námi árið 1951 þegar hann var 21 árs að aldri. Hann var svo ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins við hlið Valtýs Stefánssonar, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Bjarnasonar árið 1959, þá einungis 29 ára að aldri. Hann gegndi á ritstjóraferli sínum einnig stöðu ritstjóra við hlið Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Styrmis Gunnarssonar. Auk þess að starfa sem ritstjóri skrifaði Matthías einnig tugi bóka, ljóðabækur, leikrit og viðtalsbækur. Hann hlaut fjölda verðlauna á ferli sínum meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Kjarval árið 2005. Þá var Matthías einnig virkur í félagsmálum og sat meðal annars í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags, í menntamálaráði, í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins, stjórn Krabbameinsfélagsins og Hjartaverndar, auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Matthías giftist Hönnu Ingólfsdóttur árið 1953 og eignuðust þau tvo syni, þá Harald, lögfræðing og fyrrverandi ríkislögreglustjóra, og Ingólf, lækni og lektor við Edinborgarháskóla. Hanna lést árið 2009.
Andlát Fjölmiðlar Menning Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira