Lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun og morð við Neuschwanstein-kastala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 19:03 Maðurinn lokkaði konurnar af alfaraleið við Neuschwanstein-kastala, nauðgaði annarri þeirra og kyrkti og kastaði hinni í gjótu. Getty/Karl-Josef Hildenbrand Bandarískur karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt ferðakonu og reynt að drepa vinkonu hennar nærri Neuschwanstein-kastalanum í Þýskalandi. Maðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Morðið framdi hann í júní í fyrra og vakti málið heimsathygli. Málið vakti stérstaklega athygli í ljósi þess hversu margir ferðamenn voru staddir á svæðinu þegar maðurinn framdi árásina. Margir tóku ljósmyndir og einhverjir streymdi því í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum þegar konurnar tvær, bandarískir túristar, voru fluttar á sjúkrahús með þyrlu. Maðurinn, sem er 31 árs gamall ferðamaður frá Michigan í Bandaríkjunum og er kallaður Troy B af þýskum dómstólum, er sagður hafa vingast við samlöndur sínar nærri Maríubrúnni. Brúin er afskaplega falleg og vinsæll staður fyrir ferðamenn til að stoppa og taka myndir af sér, með kastalann í bakgrunni. Troy er svo sagður hafa lokkað dömurnar úr alfaraleið með því vilyrði að hann þekkti betri stað, fallegri til myndatöku þar sem færri væru á ferð. Þar hafi hann, í skjóli klettanna sem umkringja kastalann, kyrkt og nauðgað 21 árs gamalli konunni og kastað 22 ára gamalli vinkonu hennar niður í 100 metra djúpa gjá þegar hún reyndi að koma hinni til bjargar. Sú síðarnefnda lifði af fyrir tilstilli trjágreinar, sem hún lenti á á leiðinni niður, en slasaðist alvarlega. Eftir að hafa nauðgað hinni 21 árs gömlu kastaði Troy henni ofan í gjánna. Hún lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Að mati réttarmeinalækna voru kyrkingarnar nóg til að bana konunni. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að maðurinn hafi, á meðan á átökunum stóð, gripið í símann sinn, sem var fullur af ofbeldisfullu klámi, til þess að taka sig upp kyrkja konuna með beltinu sínu. Maðurinn var handtekinn síðar þennan sama dag eftir umfangsmikla leit lögreglu. Niðurstaða dómara í Kempten í Suður-Þýskalandi var sú að Troy hafi gerst sekur um morð af ásetningi (e. aggravated), sem þýðir að hann mun ekki fá reynslulausn eftir 15 ár í fangelsi eins og gerist sjálfkrafa fyrir manndráp. Troy neitaði ekki að hafa myrt konuna en mótmælti því að það hafi verið af ásetningi. Þýskaland Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50 Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Morðið framdi hann í júní í fyrra og vakti málið heimsathygli. Málið vakti stérstaklega athygli í ljósi þess hversu margir ferðamenn voru staddir á svæðinu þegar maðurinn framdi árásina. Margir tóku ljósmyndir og einhverjir streymdi því í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum þegar konurnar tvær, bandarískir túristar, voru fluttar á sjúkrahús með þyrlu. Maðurinn, sem er 31 árs gamall ferðamaður frá Michigan í Bandaríkjunum og er kallaður Troy B af þýskum dómstólum, er sagður hafa vingast við samlöndur sínar nærri Maríubrúnni. Brúin er afskaplega falleg og vinsæll staður fyrir ferðamenn til að stoppa og taka myndir af sér, með kastalann í bakgrunni. Troy er svo sagður hafa lokkað dömurnar úr alfaraleið með því vilyrði að hann þekkti betri stað, fallegri til myndatöku þar sem færri væru á ferð. Þar hafi hann, í skjóli klettanna sem umkringja kastalann, kyrkt og nauðgað 21 árs gamalli konunni og kastað 22 ára gamalli vinkonu hennar niður í 100 metra djúpa gjá þegar hún reyndi að koma hinni til bjargar. Sú síðarnefnda lifði af fyrir tilstilli trjágreinar, sem hún lenti á á leiðinni niður, en slasaðist alvarlega. Eftir að hafa nauðgað hinni 21 árs gömlu kastaði Troy henni ofan í gjánna. Hún lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Að mati réttarmeinalækna voru kyrkingarnar nóg til að bana konunni. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að maðurinn hafi, á meðan á átökunum stóð, gripið í símann sinn, sem var fullur af ofbeldisfullu klámi, til þess að taka sig upp kyrkja konuna með beltinu sínu. Maðurinn var handtekinn síðar þennan sama dag eftir umfangsmikla leit lögreglu. Niðurstaða dómara í Kempten í Suður-Þýskalandi var sú að Troy hafi gerst sekur um morð af ásetningi (e. aggravated), sem þýðir að hann mun ekki fá reynslulausn eftir 15 ár í fangelsi eins og gerist sjálfkrafa fyrir manndráp. Troy neitaði ekki að hafa myrt konuna en mótmælti því að það hafi verið af ásetningi.
Þýskaland Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50 Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50
Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25