Vita lítið um ástandið í Fukushima þrettán árum síðar Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2024 10:54 Flóðbylgjan þurrkaði út heilu bæina í Japan. AP/Kyodo News Nærri því 29 þúsund manns hafa ekki getað snúið aftur til síns heima, þó þrettán ár séu liðin frá því að flóðbylgja, sem myndaðist vegna stærðarinnar jarðskjálfta, skall á ströndum Japans. Flóðbylgjan dró rúmlega 22 þúsund manns til dauða og olli einhverju versta kjarnorkuslysi heimsins frá Tsjernobyl-slysinu sem varð árið 1986. Jarðskjálftinn mældist 9,0 stig og skall flóðbylgjan sem myndaðist í kjölfarið á norðausturhluta Japanseyja. Sjórinn flæddi langt inn á land og þurrkaði út heilu bæina. Kjarnorkuver í Fukushima skemmdist verulega í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi honum. Times of Japan segir opinberar tölur þar í landi segja 15.900 manns hafa dáið í hamförunum og að í lok febrúar hafi 2.520 enn verið saknað. Þá er áætlað að 3.802 hafi dáið vegna tengdra meiðsla eða atvika. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sótti minningarathöfn í Fukushima-héraði í morgun en samkvæmt Times of Japan hættu yfirvöld í Japan að halda formlegar minningarathafnir árið 2022. Síðan þá hafa smærri athafnir verið haldnar á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti. Á nýársdag varð 7,6 stiga skjálfti undan ströndum Japan og var það í fyrsta sinn sem viðvörun var gefin út vegna mögulegrar flóðbylgju af svipaðri stærð frá árinu 2011. Ætla að opna alla bæi aftur Þegar mest var voru um 470 þúsund manns á vergangi í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar. Sjö byggðir í Fukushima eru enn lokaða vegna geislavirkni og hafa nærri því 29 þúsund manns ekki getað snúið aftur heim til sín. Unnið er að því að opna alla bæina aftur en frá því í júní í fyrra hefur slík vinna farið fram í fjórum bæjum. Ráðamenn segja að allir bæirnir verði á endanum opnaðir aftur. AP fréttaveitan segir kannanir þó gefa til kynna að fólk hafi lítinn áhuga á að snúa aftur og margir segja það vegna geislavirkni. Hreinsunarstarfið er þó ekki óumdeilt. Síðasta ágúst var byrjað að losa geislavirkt kælivatn frá kjarnorkuverinu út í sjó. Það hefur verið gagnrýnt af ráðamönnum annarra ríkja á svæðinu en Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur lagt blessun sína yfir áformin og segja sérfræðingar stofnunarinnar að vatnið hafi hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu fólks. Sjá einnig: Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Vatnið varð geislavirkt þegar þrír ofnar versins bráðnuðu en frá 2011 hefur því verið safnað í stærðarinnar tanka við kjarnorkuverið. Þeir hefðu fyllst í byrjun þessa árs en samkvæmt ætlunum ráðamanna í Japan mun taka um þrjátíu ár að tæma þá út í sjó. Lítið vitað um stöðuna inn í kjarnorkuverinu Eins og staðan er í dag er lítið vitað um það hvað sé að gerast inn í kjarnorkuverinu sjálfu. Eins og áður segir bráðnuðu þrír ofnar og veit enginn hvernig ástandið á eldsneytinu er né nákvæmlega hvar það er staðsett. Reynt hefur verið að nota dróna og þjarka til að safna upplýsingum úr verinu en það hefur ekki gengið vegna mikillar geislavirkni. Ekki hefur tekist að fjarlægja eina örðu af eldsneyti úr kjarnorkuverinu en áætlað að um 880 tonn af því megi finna í ofnunum þremur. Ráðamenn vonast til þess hægt verði að fjarlægja það á þrjátíu til fjörutíu árum en sérfræðingar segja það ólíklegt. Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. 22. ágúst 2023 06:58 Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. 19. september 2019 10:16 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Jarðskjálftinn mældist 9,0 stig og skall flóðbylgjan sem myndaðist í kjölfarið á norðausturhluta Japanseyja. Sjórinn flæddi langt inn á land og þurrkaði út heilu bæina. Kjarnorkuver í Fukushima skemmdist verulega í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni sem fylgdi honum. Times of Japan segir opinberar tölur þar í landi segja 15.900 manns hafa dáið í hamförunum og að í lok febrúar hafi 2.520 enn verið saknað. Þá er áætlað að 3.802 hafi dáið vegna tengdra meiðsla eða atvika. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sótti minningarathöfn í Fukushima-héraði í morgun en samkvæmt Times of Japan hættu yfirvöld í Japan að halda formlegar minningarathafnir árið 2022. Síðan þá hafa smærri athafnir verið haldnar á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti. Á nýársdag varð 7,6 stiga skjálfti undan ströndum Japan og var það í fyrsta sinn sem viðvörun var gefin út vegna mögulegrar flóðbylgju af svipaðri stærð frá árinu 2011. Ætla að opna alla bæi aftur Þegar mest var voru um 470 þúsund manns á vergangi í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar. Sjö byggðir í Fukushima eru enn lokaða vegna geislavirkni og hafa nærri því 29 þúsund manns ekki getað snúið aftur heim til sín. Unnið er að því að opna alla bæina aftur en frá því í júní í fyrra hefur slík vinna farið fram í fjórum bæjum. Ráðamenn segja að allir bæirnir verði á endanum opnaðir aftur. AP fréttaveitan segir kannanir þó gefa til kynna að fólk hafi lítinn áhuga á að snúa aftur og margir segja það vegna geislavirkni. Hreinsunarstarfið er þó ekki óumdeilt. Síðasta ágúst var byrjað að losa geislavirkt kælivatn frá kjarnorkuverinu út í sjó. Það hefur verið gagnrýnt af ráðamönnum annarra ríkja á svæðinu en Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur lagt blessun sína yfir áformin og segja sérfræðingar stofnunarinnar að vatnið hafi hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu fólks. Sjá einnig: Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Vatnið varð geislavirkt þegar þrír ofnar versins bráðnuðu en frá 2011 hefur því verið safnað í stærðarinnar tanka við kjarnorkuverið. Þeir hefðu fyllst í byrjun þessa árs en samkvæmt ætlunum ráðamanna í Japan mun taka um þrjátíu ár að tæma þá út í sjó. Lítið vitað um stöðuna inn í kjarnorkuverinu Eins og staðan er í dag er lítið vitað um það hvað sé að gerast inn í kjarnorkuverinu sjálfu. Eins og áður segir bráðnuðu þrír ofnar og veit enginn hvernig ástandið á eldsneytinu er né nákvæmlega hvar það er staðsett. Reynt hefur verið að nota dróna og þjarka til að safna upplýsingum úr verinu en það hefur ekki gengið vegna mikillar geislavirkni. Ekki hefur tekist að fjarlægja eina örðu af eldsneyti úr kjarnorkuverinu en áætlað að um 880 tonn af því megi finna í ofnunum þremur. Ráðamenn vonast til þess hægt verði að fjarlægja það á þrjátíu til fjörutíu árum en sérfræðingar segja það ólíklegt.
Japan Kjarnorka Tengdar fréttir Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. 22. ágúst 2023 06:58 Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. 19. september 2019 10:16 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hleypa geislavirku vatni út í sjó Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. 22. ágúst 2023 06:58
Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ekki undirbúið kjarnorkuverið fyrir flóðbylgju eins og þá sem skall á árið 2011. 19. september 2019 10:16
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15