Fótbolti

Vara­maður Kristians Nökkva tryggði Ajax stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristian Nökkvi Hlynsson fer af velli fyrir Brian Brobbey en sá síðarnefndi skoraði síðan jöfnunarmark Ajax undir lok leiksins.
Kristian Nökkvi Hlynsson fer af velli fyrir Brian Brobbey en sá síðarnefndi skoraði síðan jöfnunarmark Ajax undir lok leiksins. Getty/MAURICE VAN STEEN

Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax töpuðu stigum á heimavelli sínum í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Sittard sem var í tíunda sæti deildarinnar fyrir leikinn.

Þessi tvö töpuðu stig þýða að Ajax liðið er nú í fjórða sætinu, sex stigum á eftir Twente sem er í því þriðja.

Kristian var í byrjunarliðinu og Ajax komst 1-0 yfir í fyrri hálfleiknum. Kenneth Taylor skoraði markið strax á áttundu mínútu eftir stoðsendingu frá enska landsliðsmanninum Jordan Hernderson.

Sittard jafnaði metin eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik þegar Deroy Duarte skoraði.

Kristian var tekinn af velli á 62. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar kom Kaj Sierhuis Sittard liðinu yfir í leiknum.

Brian Brobbey, sem kom inn á sem varamaður fyrir okkar mann, jafnaði metin á 88. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×