Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala hafnar gagnrýni stjórnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2024 15:11 Gunnar Svavarsson segir áhyggjur hennar af duldum kostnaði og töfum ekki eiga við rök að styðjast. Vísir/Vilhelm Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala hafnar gagnrýni stjórnar Landspítalans og segir Landspítalann ekki hafa neitt fram að færa á meðan framkvæmdir eru „ofan í holunni.“ Á fundi stjórnar Landspítalans frá 26. janúar síðastliðnum var lögð fram bókun þar sem tekið var fram að Landspítalinn hafi ekki næga aðkomu að uppbyggingu spítalans. Þar að auki kemur fram að stjórnin telji kostnaðareftirlit með framkvæmdinni hafa brugðist sem og að fagþekkingu af rekstri og uppbyggingu sjúkrahúsa hafi skort innan verkefnisins. Gunnar segir ekki vera mikið til í þessari bókun þar sem hundruðir starfsmanna spítalans taki þátt í uppbyggingunni á hverjum degi. Þar að auki sé sérstakur ráðgjafarsamningur við Landspítalann til staðar og forstjóri Landspítalans sitji í stýrihóp. Upplýsingarnar séu til staðar Honum finnst skjóta skökku við að stjórnin hafi annars vegar áhyggjur af upplýsingagjöf og hins vegar kostnaði. Málið snúist í raun frekar um það að stjórnarmenn Landspítalans vilji komast í stjórn Nýs Landspítala eða verkefnastjórnina. „Þetta að vera að tjá sig um kostnaðarmál og slíkt og segja síðan í hinu orðinu við höfum ekki upplýsingarnar. Þessar upplýsingar eru til staðar. Landspítalinn er upplýstur um þær og fylgist vel með. Hann er ekki að bera ábyrgð á þessu,“ segir Gunnar. Hann segir að þess sé að vænta að samstarf við Landspítalann sé minna á meðan verklegum framkvæmdum stendur. Landspítalinn hafi ekkert fram að færa varðandi steypumál. Samt sem áður hafi Landspítalinn komið mikið að á hönnunarstigi, forhönnunarstigi og muni koma mikið að við yfirtöku bygginganna. „Hann hefur mikið fram að færa varðandi tækjamál og hugbúnaðarmál, upplýsingakerfin og allar tengingar. En á meðan við erum ofan í holunni þá hefur hann eðlilega ekkert fram að færa,“ segir Gunnar. Innri starfsemin það sem skiptir máli Hann segir einnig að það vanti að Landspítalinn segi sínu fólki og þjóðinni allri frá því sem muni gerast inni í húsinu. Það sé það sem skipti mestu máli. „Ég hef stundum sagt eins og með skólabyggingar og þetta. Húsið er eitt, göturnar eru eitt, tengigangarnir eru eitt og jafnvel tæki eru eitt. en það er innri starfsemin. Það er hún sem skiptir auðvitað máli. Þar er að verða ótrúlega mikil breyting til framtiðar,“ segir Gunnar. Gunnar segir Landspítala koma að uppbyggingu þar sem það á við.Vísir/Vilhelm Hann bendir á sjúkrahótelið við Hringbraut sem var tekið í notkun árið 2019. Áður en sjúkrahótelið kom til sögunnar hafi ekki verið hægt að hýsa nema lítið brot þess hóps sem hefði á slíkri þjónustu að halda. „Það eru 75 herbergi, þau eru fullnýtt allan daginn. Og þetta er mjög mikið landsbyggðin sem er að koma. Þetta eru konur sem eru að bíða eftir fæðingum út af því að það er kannski ekki hægt á þeirra stað. Þetta eru fjölskyldur sem eiga börn inni á barnaspítalanum,“ segir Gunnar. Staðlausar áhyggjur Gunnar segir jafnframt bókaðar áhyggjur stjórnarinnar af „óhóflegri frestun“ og „duldum framtíðarkostnaði“ ekki eiga við rök að styðjast. „Auðvitað einskorðast allar tölur við þau verkefni sem eru sett af stað. Þetta gerist á formlegan hátt, samanber lögin, og það má vel vera að stjórnin hafi af þessu áhyggjur en á sama tíma segir hún: „Okkur vantar upplýsingar.“ Ég held að það sé það sem Landspítalinn þarf að fara að gera er að taka upplýsingarnar frá okkur og koma þeim til þessar ágætu stjórnar.“ Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Á fundi stjórnar Landspítalans frá 26. janúar síðastliðnum var lögð fram bókun þar sem tekið var fram að Landspítalinn hafi ekki næga aðkomu að uppbyggingu spítalans. Þar að auki kemur fram að stjórnin telji kostnaðareftirlit með framkvæmdinni hafa brugðist sem og að fagþekkingu af rekstri og uppbyggingu sjúkrahúsa hafi skort innan verkefnisins. Gunnar segir ekki vera mikið til í þessari bókun þar sem hundruðir starfsmanna spítalans taki þátt í uppbyggingunni á hverjum degi. Þar að auki sé sérstakur ráðgjafarsamningur við Landspítalann til staðar og forstjóri Landspítalans sitji í stýrihóp. Upplýsingarnar séu til staðar Honum finnst skjóta skökku við að stjórnin hafi annars vegar áhyggjur af upplýsingagjöf og hins vegar kostnaði. Málið snúist í raun frekar um það að stjórnarmenn Landspítalans vilji komast í stjórn Nýs Landspítala eða verkefnastjórnina. „Þetta að vera að tjá sig um kostnaðarmál og slíkt og segja síðan í hinu orðinu við höfum ekki upplýsingarnar. Þessar upplýsingar eru til staðar. Landspítalinn er upplýstur um þær og fylgist vel með. Hann er ekki að bera ábyrgð á þessu,“ segir Gunnar. Hann segir að þess sé að vænta að samstarf við Landspítalann sé minna á meðan verklegum framkvæmdum stendur. Landspítalinn hafi ekkert fram að færa varðandi steypumál. Samt sem áður hafi Landspítalinn komið mikið að á hönnunarstigi, forhönnunarstigi og muni koma mikið að við yfirtöku bygginganna. „Hann hefur mikið fram að færa varðandi tækjamál og hugbúnaðarmál, upplýsingakerfin og allar tengingar. En á meðan við erum ofan í holunni þá hefur hann eðlilega ekkert fram að færa,“ segir Gunnar. Innri starfsemin það sem skiptir máli Hann segir einnig að það vanti að Landspítalinn segi sínu fólki og þjóðinni allri frá því sem muni gerast inni í húsinu. Það sé það sem skipti mestu máli. „Ég hef stundum sagt eins og með skólabyggingar og þetta. Húsið er eitt, göturnar eru eitt, tengigangarnir eru eitt og jafnvel tæki eru eitt. en það er innri starfsemin. Það er hún sem skiptir auðvitað máli. Þar er að verða ótrúlega mikil breyting til framtiðar,“ segir Gunnar. Gunnar segir Landspítala koma að uppbyggingu þar sem það á við.Vísir/Vilhelm Hann bendir á sjúkrahótelið við Hringbraut sem var tekið í notkun árið 2019. Áður en sjúkrahótelið kom til sögunnar hafi ekki verið hægt að hýsa nema lítið brot þess hóps sem hefði á slíkri þjónustu að halda. „Það eru 75 herbergi, þau eru fullnýtt allan daginn. Og þetta er mjög mikið landsbyggðin sem er að koma. Þetta eru konur sem eru að bíða eftir fæðingum út af því að það er kannski ekki hægt á þeirra stað. Þetta eru fjölskyldur sem eiga börn inni á barnaspítalanum,“ segir Gunnar. Staðlausar áhyggjur Gunnar segir jafnframt bókaðar áhyggjur stjórnarinnar af „óhóflegri frestun“ og „duldum framtíðarkostnaði“ ekki eiga við rök að styðjast. „Auðvitað einskorðast allar tölur við þau verkefni sem eru sett af stað. Þetta gerist á formlegan hátt, samanber lögin, og það má vel vera að stjórnin hafi af þessu áhyggjur en á sama tíma segir hún: „Okkur vantar upplýsingar.“ Ég held að það sé það sem Landspítalinn þarf að fara að gera er að taka upplýsingarnar frá okkur og koma þeim til þessar ágætu stjórnar.“
Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent