Girona, sem sat lengi vel í toppsæti deildarinnar, hafði tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og aðeins unnið einn af þessum seinustu fimm.
Það var því mikilvægt fyrir liðið þegar Portu kom Girona yfir strax á 13. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Viktor Tsygankov og sá til þess að heimamenn fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikshléið.
Heimamönnum tókst svo að gulltryggja sigurinn á 87. mínútu með marki frá Savio eftir stoðsendingu frá Aleix Garcia og niðurstaðan varð 2-0 sigur Girona.
Með sigrinum lyfti Girona sér upp í annað sæti deildarinnar, en liðið er nú með 62 stig eftir 28 leiki, fjórum stigum minna en topplið Real Madrid sem á leik til góða. Osasuna situr hins vegar í tíunda sæti með 36 stig.