Ísak fagnaði sterkum sigri en Ingibjörg bíður enn Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 19:44 Ísak Bergmann Jóhannesson á ferðinni gegn Hamburg í kvöld. Getty/Stefan Brauer Ísak Bergmann Jóhannesson ætti að koma fullur sjálfstrausts í komandi landsliðsverkefni eftir gott gengi hjá Fortuna Düsseldorf. Liðið vann sterkan 2-0 sigur gegn Hamburg í kvöld, í þýsku B-deildinni í fótbolta. Ísak var að vanda í byrjunarliði Düsseldorf og lék nánast allan leikinn. Heimamenn komust yfir á elleftu mínútu, með marki Felix Klaus, og hagur þeirra vænkaðist enn þegar Hamburg missti Moritz Heyer af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. Christos Tzolis innsiglaði svo sigur Düsseldorf á 63. mínútu. Düsseldorf er núna í 7. sæti með 37 stig, fjórum stigum á eftir Hamburg sem er í 3. sæti en liðið sem endar í því sæti fer í umspil um að komast upp í efstu deild. St. Pauli og Holstein Kiel eru í efstu tveimur sætunum, með 48 og 43 stig. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Braunschweig og lék í klukkutíma þegar liðið tók á móti Hansa Rostock, en eftir að Þórir fór af velli skoruðu gestirnir eina mark leiksins. Sigurinn var dýrmætur fyrir Hansa Rostock sem komst upp í 16. sæti, einu stigi upp fyrir Braunschweig sem nú situr í fallsæti. Lið Ingibjargar enn án sigurs Það gengur fátt upp hjá Duisburg, liði landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttur, en liðið er enn án sigurs eftir fjórtán leiki og virðist ætla að kveðja efstu deild. Ingibjörg gekk til liðs við félagið í janúar. Í kvöld tapaði Duisburg 4-1 fyrir Essen á útivelli, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Duisburg. Duisburg er aðeins með fjögur stig í tólfta og neðsta sæti, sjö stigum frá næsta örugga sæti, en Essen er með 18 stig í 8. sæti. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Ísak var að vanda í byrjunarliði Düsseldorf og lék nánast allan leikinn. Heimamenn komust yfir á elleftu mínútu, með marki Felix Klaus, og hagur þeirra vænkaðist enn þegar Hamburg missti Moritz Heyer af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. Christos Tzolis innsiglaði svo sigur Düsseldorf á 63. mínútu. Düsseldorf er núna í 7. sæti með 37 stig, fjórum stigum á eftir Hamburg sem er í 3. sæti en liðið sem endar í því sæti fer í umspil um að komast upp í efstu deild. St. Pauli og Holstein Kiel eru í efstu tveimur sætunum, með 48 og 43 stig. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Braunschweig og lék í klukkutíma þegar liðið tók á móti Hansa Rostock, en eftir að Þórir fór af velli skoruðu gestirnir eina mark leiksins. Sigurinn var dýrmætur fyrir Hansa Rostock sem komst upp í 16. sæti, einu stigi upp fyrir Braunschweig sem nú situr í fallsæti. Lið Ingibjargar enn án sigurs Það gengur fátt upp hjá Duisburg, liði landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttur, en liðið er enn án sigurs eftir fjórtán leiki og virðist ætla að kveðja efstu deild. Ingibjörg gekk til liðs við félagið í janúar. Í kvöld tapaði Duisburg 4-1 fyrir Essen á útivelli, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Duisburg. Duisburg er aðeins með fjögur stig í tólfta og neðsta sæti, sjö stigum frá næsta örugga sæti, en Essen er með 18 stig í 8. sæti.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira