Segjast styðja manninn sem hafi gripið til örþrifaráða Jón Þór Stefánsson skrifar 7. mars 2024 18:31 No Border segjast styðja mótmæli mannsins. Ásmundur Friðriksson Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn. Í yfirlýsingu No Borders segjast samtökin styðja mótmæli mannsins tvímælalaust. Samtökin héldu mótmæli við Austurvöll sama dag og umrætt atvik átti sér stað, en þar var útlendingafrumvarpi Guðrúnar mótmælt. „Grimm stefna ríkisstjórnar í útlendingamálum skapar slíka neyð og örvæntingu að grípa verður til örþrifaráða,“ segir í yfirlýsingunni þar sem að frumvarp Guðrúnar er gagnrýnt. „Frumvarpið felur í sér gríðarlega skerðingu á réttindum fólks á flótta og einkennist af afmennskun og aukinni jaðarsetningu þess.“ Jafnframt er fullyrt að áform ríkisvaldsins séu knúin áfram að kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Um mótmælandann, sem er flóttamaður, segir að hann tilheyri hópi fólks sem var vísað á götuna í ágúst og nú sé hann búsettur í neyðarskýli Rauða krossins. „Þar dvelur á þriðja tug manns, gjörsamlega réttindalaust og án aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Öryggismyndavélar eru á öllum stöðum og fylgjast með hverju fótmáli. Sturtuaðstaðan er í gámum fyrir utan húsið. Þeim ber skylda að yfirgefa húsnæðið frá kl. 10 til kl 17 þó þau hafi í engin hús að venda. Börnum er meinað um að dvelja í neyðarskýlinu og hefur móður á flótta verið vísað á götuna ásamt 18 mánaða gömlu barni sínu,“ segir í yfirlýsingunni. Birgir Ármansson, forseti Alþingis, sagði í kjölfar atviksins á þingpöllunum að tilefni væri til að endurmeta öryggismál á þingi. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir við fréttastofu. Daginn eftir atvikið kom fram að maðurinn hefði verið látinn laus út haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Ekki liggur fyrir hvort hann verði sektaður eða ákærður vegna atviksins. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Í yfirlýsingu No Borders segjast samtökin styðja mótmæli mannsins tvímælalaust. Samtökin héldu mótmæli við Austurvöll sama dag og umrætt atvik átti sér stað, en þar var útlendingafrumvarpi Guðrúnar mótmælt. „Grimm stefna ríkisstjórnar í útlendingamálum skapar slíka neyð og örvæntingu að grípa verður til örþrifaráða,“ segir í yfirlýsingunni þar sem að frumvarp Guðrúnar er gagnrýnt. „Frumvarpið felur í sér gríðarlega skerðingu á réttindum fólks á flótta og einkennist af afmennskun og aukinni jaðarsetningu þess.“ Jafnframt er fullyrt að áform ríkisvaldsins séu knúin áfram að kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Um mótmælandann, sem er flóttamaður, segir að hann tilheyri hópi fólks sem var vísað á götuna í ágúst og nú sé hann búsettur í neyðarskýli Rauða krossins. „Þar dvelur á þriðja tug manns, gjörsamlega réttindalaust og án aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Öryggismyndavélar eru á öllum stöðum og fylgjast með hverju fótmáli. Sturtuaðstaðan er í gámum fyrir utan húsið. Þeim ber skylda að yfirgefa húsnæðið frá kl. 10 til kl 17 þó þau hafi í engin hús að venda. Börnum er meinað um að dvelja í neyðarskýlinu og hefur móður á flótta verið vísað á götuna ásamt 18 mánaða gömlu barni sínu,“ segir í yfirlýsingunni. Birgir Ármansson, forseti Alþingis, sagði í kjölfar atviksins á þingpöllunum að tilefni væri til að endurmeta öryggismál á þingi. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir við fréttastofu. Daginn eftir atvikið kom fram að maðurinn hefði verið látinn laus út haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Ekki liggur fyrir hvort hann verði sektaður eða ákærður vegna atviksins.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira