Segjast styðja manninn sem hafi gripið til örþrifaráða Jón Þór Stefánsson skrifar 7. mars 2024 18:31 No Border segjast styðja mótmæli mannsins. Ásmundur Friðriksson Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn. Í yfirlýsingu No Borders segjast samtökin styðja mótmæli mannsins tvímælalaust. Samtökin héldu mótmæli við Austurvöll sama dag og umrætt atvik átti sér stað, en þar var útlendingafrumvarpi Guðrúnar mótmælt. „Grimm stefna ríkisstjórnar í útlendingamálum skapar slíka neyð og örvæntingu að grípa verður til örþrifaráða,“ segir í yfirlýsingunni þar sem að frumvarp Guðrúnar er gagnrýnt. „Frumvarpið felur í sér gríðarlega skerðingu á réttindum fólks á flótta og einkennist af afmennskun og aukinni jaðarsetningu þess.“ Jafnframt er fullyrt að áform ríkisvaldsins séu knúin áfram að kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Um mótmælandann, sem er flóttamaður, segir að hann tilheyri hópi fólks sem var vísað á götuna í ágúst og nú sé hann búsettur í neyðarskýli Rauða krossins. „Þar dvelur á þriðja tug manns, gjörsamlega réttindalaust og án aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Öryggismyndavélar eru á öllum stöðum og fylgjast með hverju fótmáli. Sturtuaðstaðan er í gámum fyrir utan húsið. Þeim ber skylda að yfirgefa húsnæðið frá kl. 10 til kl 17 þó þau hafi í engin hús að venda. Börnum er meinað um að dvelja í neyðarskýlinu og hefur móður á flótta verið vísað á götuna ásamt 18 mánaða gömlu barni sínu,“ segir í yfirlýsingunni. Birgir Ármansson, forseti Alþingis, sagði í kjölfar atviksins á þingpöllunum að tilefni væri til að endurmeta öryggismál á þingi. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir við fréttastofu. Daginn eftir atvikið kom fram að maðurinn hefði verið látinn laus út haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Ekki liggur fyrir hvort hann verði sektaður eða ákærður vegna atviksins. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Í yfirlýsingu No Borders segjast samtökin styðja mótmæli mannsins tvímælalaust. Samtökin héldu mótmæli við Austurvöll sama dag og umrætt atvik átti sér stað, en þar var útlendingafrumvarpi Guðrúnar mótmælt. „Grimm stefna ríkisstjórnar í útlendingamálum skapar slíka neyð og örvæntingu að grípa verður til örþrifaráða,“ segir í yfirlýsingunni þar sem að frumvarp Guðrúnar er gagnrýnt. „Frumvarpið felur í sér gríðarlega skerðingu á réttindum fólks á flótta og einkennist af afmennskun og aukinni jaðarsetningu þess.“ Jafnframt er fullyrt að áform ríkisvaldsins séu knúin áfram að kerfislægum rasisma og hvítri yfirburðahyggju. Um mótmælandann, sem er flóttamaður, segir að hann tilheyri hópi fólks sem var vísað á götuna í ágúst og nú sé hann búsettur í neyðarskýli Rauða krossins. „Þar dvelur á þriðja tug manns, gjörsamlega réttindalaust og án aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Öryggismyndavélar eru á öllum stöðum og fylgjast með hverju fótmáli. Sturtuaðstaðan er í gámum fyrir utan húsið. Þeim ber skylda að yfirgefa húsnæðið frá kl. 10 til kl 17 þó þau hafi í engin hús að venda. Börnum er meinað um að dvelja í neyðarskýlinu og hefur móður á flótta verið vísað á götuna ásamt 18 mánaða gömlu barni sínu,“ segir í yfirlýsingunni. Birgir Ármansson, forseti Alþingis, sagði í kjölfar atviksins á þingpöllunum að tilefni væri til að endurmeta öryggismál á þingi. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir við fréttastofu. Daginn eftir atvikið kom fram að maðurinn hefði verið látinn laus út haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Ekki liggur fyrir hvort hann verði sektaður eða ákærður vegna atviksins.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira