Einstakt tækifæri fyrir samfélagið og vonar að skrifað verði undir í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 7. mars 2024 11:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti fulltrúum breiðfylkingarinnar í Stjórnarráðinu í morgun til að fara yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að sveitarfélögin komi í sameiningu að aðgerðapakka til að greiða fyrir undirritun kjarasamninga. Hún bindur vonir við að gengið verði frá síðustu lausu endum samninganna í dag. Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS gengu til fundar með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. „Við vorum að fara yfir aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum. Þessi hópur er fyrstur í þeirri röð að gera samninga. Auðvitað höfum við átt í miklu samtali við aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda þessara kjarasamninga. Þeir fundir hafa allir verið mjög jákvæðir og góðir. Þessi fundur var það líka. Það eru hins vegar einhverjir hnútar sem á eftir að hnýta og það verður unnið að því í dag,“ sagði Katrín að loknum fundinum. „Við erum að reyna að vinna að því ríki og sveitarfélög að þessi yfirlýsing verði sameiginleg. Auðvitað felast mjög miklir hagsmunir, bæði fyrir ríki og sveitarfélög, í því að hið opinbera sé samstillt og við séum með sambærilega kjarasamninga þvert á allan vinnumarkaðinn.“ Hún segir að það yrði í raun einstakt tækifæri fyrir samfélagið náist langtímakjarasamningar sem stuðla að verðstöðugleika og lækkun vaxta ef á sama tíma er ráðist í félagslegar aðgerðir til að efla velferð allra landsmanna. „Þetta er ótrúlega mikilvægur tímapunktur sem við erum á og ég vil segja það að mér finnst aðilar vinnumarkaðarins hafa nálgast þetta verkefni með mjög jákvæðum og lausnamiðuðum hætt og vona alveg innilega að það náist saman síðar í dag eins og mögulegt er.“ Vilhjálmur Birgisson sagði að loknum fundi með forsætisráðherra að aðgerðapakki stjórnvalda liti vel út og muni styðja vel við kjarasamningana. Undir þetta tóku félagar hans og bætti Sólveig Anna því við að hún hefði fulla trú á að sveitarfélögin komi að borðinu í dag. „Þegar það gerist erum við tilbúin til að setjast að borðinu og ganga frá tímamótasamningi. Ég tel að það verði skrifað undir í dag. Ég trúi ekki öðru,“ sagði Sólveig. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS gengu til fundar með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. „Við vorum að fara yfir aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum. Þessi hópur er fyrstur í þeirri röð að gera samninga. Auðvitað höfum við átt í miklu samtali við aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda þessara kjarasamninga. Þeir fundir hafa allir verið mjög jákvæðir og góðir. Þessi fundur var það líka. Það eru hins vegar einhverjir hnútar sem á eftir að hnýta og það verður unnið að því í dag,“ sagði Katrín að loknum fundinum. „Við erum að reyna að vinna að því ríki og sveitarfélög að þessi yfirlýsing verði sameiginleg. Auðvitað felast mjög miklir hagsmunir, bæði fyrir ríki og sveitarfélög, í því að hið opinbera sé samstillt og við séum með sambærilega kjarasamninga þvert á allan vinnumarkaðinn.“ Hún segir að það yrði í raun einstakt tækifæri fyrir samfélagið náist langtímakjarasamningar sem stuðla að verðstöðugleika og lækkun vaxta ef á sama tíma er ráðist í félagslegar aðgerðir til að efla velferð allra landsmanna. „Þetta er ótrúlega mikilvægur tímapunktur sem við erum á og ég vil segja það að mér finnst aðilar vinnumarkaðarins hafa nálgast þetta verkefni með mjög jákvæðum og lausnamiðuðum hætt og vona alveg innilega að það náist saman síðar í dag eins og mögulegt er.“ Vilhjálmur Birgisson sagði að loknum fundi með forsætisráðherra að aðgerðapakki stjórnvalda liti vel út og muni styðja vel við kjarasamningana. Undir þetta tóku félagar hans og bætti Sólveig Anna því við að hún hefði fulla trú á að sveitarfélögin komi að borðinu í dag. „Þegar það gerist erum við tilbúin til að setjast að borðinu og ganga frá tímamótasamningi. Ég tel að það verði skrifað undir í dag. Ég trúi ekki öðru,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37
Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53
Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28