Einstakt tækifæri fyrir samfélagið og vonar að skrifað verði undir í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 7. mars 2024 11:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti fulltrúum breiðfylkingarinnar í Stjórnarráðinu í morgun til að fara yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að sveitarfélögin komi í sameiningu að aðgerðapakka til að greiða fyrir undirritun kjarasamninga. Hún bindur vonir við að gengið verði frá síðustu lausu endum samninganna í dag. Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS gengu til fundar með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. „Við vorum að fara yfir aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum. Þessi hópur er fyrstur í þeirri röð að gera samninga. Auðvitað höfum við átt í miklu samtali við aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda þessara kjarasamninga. Þeir fundir hafa allir verið mjög jákvæðir og góðir. Þessi fundur var það líka. Það eru hins vegar einhverjir hnútar sem á eftir að hnýta og það verður unnið að því í dag,“ sagði Katrín að loknum fundinum. „Við erum að reyna að vinna að því ríki og sveitarfélög að þessi yfirlýsing verði sameiginleg. Auðvitað felast mjög miklir hagsmunir, bæði fyrir ríki og sveitarfélög, í því að hið opinbera sé samstillt og við séum með sambærilega kjarasamninga þvert á allan vinnumarkaðinn.“ Hún segir að það yrði í raun einstakt tækifæri fyrir samfélagið náist langtímakjarasamningar sem stuðla að verðstöðugleika og lækkun vaxta ef á sama tíma er ráðist í félagslegar aðgerðir til að efla velferð allra landsmanna. „Þetta er ótrúlega mikilvægur tímapunktur sem við erum á og ég vil segja það að mér finnst aðilar vinnumarkaðarins hafa nálgast þetta verkefni með mjög jákvæðum og lausnamiðuðum hætt og vona alveg innilega að það náist saman síðar í dag eins og mögulegt er.“ Vilhjálmur Birgisson sagði að loknum fundi með forsætisráðherra að aðgerðapakki stjórnvalda liti vel út og muni styðja vel við kjarasamningana. Undir þetta tóku félagar hans og bætti Sólveig Anna því við að hún hefði fulla trú á að sveitarfélögin komi að borðinu í dag. „Þegar það gerist erum við tilbúin til að setjast að borðinu og ganga frá tímamótasamningi. Ég tel að það verði skrifað undir í dag. Ég trúi ekki öðru,“ sagði Sólveig. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS gengu til fundar með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. „Við vorum að fara yfir aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum. Þessi hópur er fyrstur í þeirri röð að gera samninga. Auðvitað höfum við átt í miklu samtali við aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda þessara kjarasamninga. Þeir fundir hafa allir verið mjög jákvæðir og góðir. Þessi fundur var það líka. Það eru hins vegar einhverjir hnútar sem á eftir að hnýta og það verður unnið að því í dag,“ sagði Katrín að loknum fundinum. „Við erum að reyna að vinna að því ríki og sveitarfélög að þessi yfirlýsing verði sameiginleg. Auðvitað felast mjög miklir hagsmunir, bæði fyrir ríki og sveitarfélög, í því að hið opinbera sé samstillt og við séum með sambærilega kjarasamninga þvert á allan vinnumarkaðinn.“ Hún segir að það yrði í raun einstakt tækifæri fyrir samfélagið náist langtímakjarasamningar sem stuðla að verðstöðugleika og lækkun vaxta ef á sama tíma er ráðist í félagslegar aðgerðir til að efla velferð allra landsmanna. „Þetta er ótrúlega mikilvægur tímapunktur sem við erum á og ég vil segja það að mér finnst aðilar vinnumarkaðarins hafa nálgast þetta verkefni með mjög jákvæðum og lausnamiðuðum hætt og vona alveg innilega að það náist saman síðar í dag eins og mögulegt er.“ Vilhjálmur Birgisson sagði að loknum fundi með forsætisráðherra að aðgerðapakki stjórnvalda liti vel út og muni styðja vel við kjarasamningana. Undir þetta tóku félagar hans og bætti Sólveig Anna því við að hún hefði fulla trú á að sveitarfélögin komi að borðinu í dag. „Þegar það gerist erum við tilbúin til að setjast að borðinu og ganga frá tímamótasamningi. Ég tel að það verði skrifað undir í dag. Ég trúi ekki öðru,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37
Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53
Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28