Erlent

Vopnavörðurinn fundin sek um mann­dráp af gá­leysi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gutierrez-Reed segist hafa verið gerð að blóraböggli fyrir Baldwin.
Gutierrez-Reed segist hafa verið gerð að blóraböggli fyrir Baldwin. Getty/Jim Weber

Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed hefur verið fundin sek um manndráp af gáleysi vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins. Hutchins lést þegar skot hljóp úr byssu Alec Baldwin við upptökur á kvikmyndinni Rust árið 2021.

Æfingar stóðu yfir í Nýju-Mexíkó þegar skotið hljóp úr byssu leikarans og hæfði Hutchins, 42 ára.

Leikstjórinn Joel Souza særðist.

Kviðdómur í Nýju-Mexíkó komast að þeirri niðurstöðu að Gutierrez-Reed, sem bar ábyrgð á að tryggja að öll vopn sem notuð voru við tökur væru örugg, hefði gerst sek um manndráp af gáleysi en saksóknarar héldu því fram að hún hefði hlaðið skotvopnið með að minnsta kosti einni alvöru byssukúlu.

Gutierrez-Reed hefði þannig sýnt af sér hugsunar- og kæruleysi en þetta hefði ekki verið eina uppákoman sem átti sér stað við tökur þar sem öryggi var ábótavant.

Lögmaður Gutierrez-Reed segir að niðurstöðunni verði áfrýjað en að óbreytt á hún yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og allt að 5.000 dala sekt. 

Gutiereez-Reed segist hafa verið gerð að blóraböggli fyrir mistök Baldwin, sem hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann er sakaður um að hafa valdið dauða Hutchins með því að hafa sýnt af sér algjört sinnuleysi. 

Baldwin segist sömuleiðis saklaus en réttað verður yfir honum í sumar.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.


Tengdar fréttir

„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin

„Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×