Tuchel náði heldur betur að kveikja í sínum mönnum fyrir leikinn en það kostaði sitt eins og hann sagði frá eftir leikinn.
Bayern var komið í 2-0 fyrir hálfleik eftir mikla yfirburði og eftir annað mark Harry Kane í leiknum, sem kom eftir rúmlega klukkutíma leik, var orðið ljóst hvernig færi.
Bayern Munich boss Thomas Tuchel broke his toe during his pre-match team talk before their Champions League victory over Lazio on Tuesday pic.twitter.com/Dnz0jRZhmC
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 6, 2024
„Ræðan fyrir leik kostaði mig hægri tána. Ég fékk meðhöndlun á staðnum en ég þorði ekki að fara úr skónum af því að ég óttaðist það að geta ekki komist í hann aftur,“ sagði Thomas Tuchel við Sky Sports eftir leikinn.
Tuchel var svo æstur í ræðu sinni inn í klefa að hann sparkaði í kassa með fyrrnefndum afleiðingum.
„Leikmenn hljóta hafa velt því fyrir sér af hverju ég sat á bekknum allar níutíu mínúturnar,“ sagði Tuchel léttur enda mikilli pressu af honum létt með þessum góða sigri.
Thomas Tuchel broke his toe after he kicked a box in the dressing room during the motivational speech
— Bayern & Football (@MunichFanpage) March 5, 2024
pic.twitter.com/L9zwadVS4k