Verður hryllingsmyndin hjá Bayern enn hryllilegri? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2024 15:00 Leon Goretzka og Thomas Tuchel svekktir í leik Bayern München og Freiburg um helgina. Hann fór 2-2. getty/Helge Prang Ef Bayern München tapar fyrir Lazio í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld eru allar líkur á fyrsta titlalausa tímabili liðsins í tólf ár. Lazio vann fyrri leikinn gegn Bayern, 1-0, í Rómarborg 14. febrúar síðastliðinn. Ciro Immobile skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Bayern þarf því að snúa dæminu sér í vil í seinni leiknum á Allianz Arena í kvöld. Ef það gerist ekki eru yfirgnæfandi líkur á að tímabilið verði það fyrsta frá 2011-12 sem Bæjarar vinna ekki titil. Bayern er tíu stigum á eftir Bayer Leverkusen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, tapaði fyrir C-deildarliði Saarbrucken í bikarkeppninni og fyrir Leipzig í ofurbikarnum. Leon Goretzka skóf ekkert af því í nýlegu viðtali þegar hann lýsti tímabilinu hjá Bayern eins og hryllingsmynd sem tæki engan enda. Búið er að tilkynna að Thomas Tuchel verði ekki áfram með Bayern á næsta tímabili en hluti leikmannahóps liðsins hefur snúist gegn honum. Meðal þeirra er Joshua Kimmich sem virðist með allt á hornum sér þessi dægrin. Tölfræðin er kannski ekki með Bayern í liði í kvöld því þýsku meistararnir hafa aðeins unnið einn af sex leikjum í útsláttarkeppni undir stjórn Tuchels. Hann hefur þó sýnt hversu fær stjóri hann er í Meistaradeildinni. Hann kom Paris Saint-Germain í úrslit 2020 og gerði svo Chelsea að Englandsmeisturum ári seinna. Tuchel á enn því möguleika á að koma þriðja liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar. Kollegi hans hjá Lazio, Maurizio Sarri, vann einnig Evróputitil sem stjóri Chelsea (Evrópudeildina 2019) og getur orðið fyrsti stjóri Lazio til að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan Sven-Göran Eriksson gerði það tímabilið 1999-00. Leikur Bayern og Lazio hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og PSG á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19:25 á Stöð 2 Sport. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Sjá meira
Lazio vann fyrri leikinn gegn Bayern, 1-0, í Rómarborg 14. febrúar síðastliðinn. Ciro Immobile skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Bayern þarf því að snúa dæminu sér í vil í seinni leiknum á Allianz Arena í kvöld. Ef það gerist ekki eru yfirgnæfandi líkur á að tímabilið verði það fyrsta frá 2011-12 sem Bæjarar vinna ekki titil. Bayern er tíu stigum á eftir Bayer Leverkusen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, tapaði fyrir C-deildarliði Saarbrucken í bikarkeppninni og fyrir Leipzig í ofurbikarnum. Leon Goretzka skóf ekkert af því í nýlegu viðtali þegar hann lýsti tímabilinu hjá Bayern eins og hryllingsmynd sem tæki engan enda. Búið er að tilkynna að Thomas Tuchel verði ekki áfram með Bayern á næsta tímabili en hluti leikmannahóps liðsins hefur snúist gegn honum. Meðal þeirra er Joshua Kimmich sem virðist með allt á hornum sér þessi dægrin. Tölfræðin er kannski ekki með Bayern í liði í kvöld því þýsku meistararnir hafa aðeins unnið einn af sex leikjum í útsláttarkeppni undir stjórn Tuchels. Hann hefur þó sýnt hversu fær stjóri hann er í Meistaradeildinni. Hann kom Paris Saint-Germain í úrslit 2020 og gerði svo Chelsea að Englandsmeisturum ári seinna. Tuchel á enn því möguleika á að koma þriðja liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar. Kollegi hans hjá Lazio, Maurizio Sarri, vann einnig Evróputitil sem stjóri Chelsea (Evrópudeildina 2019) og getur orðið fyrsti stjóri Lazio til að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan Sven-Göran Eriksson gerði það tímabilið 1999-00. Leikur Bayern og Lazio hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og PSG á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19:25 á Stöð 2 Sport.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti