Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 10:01 Þórir Jóhann Helgason hefur ekkert spilað undir stjórn Åge Hareide en lék 16 leiki undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og skoraði í tveimur jafnteflisleikjum við Ísrael í Þjóðadeildinni sumarið 2022. Hann átti líka afar mikilvæga stoðsendingu gegn Albaníu í lokaleik keppninnar. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). En íslenska liðið var langt frá því að tryggja sig inn á EM í gegnum undankeppnina í fyrra, hlaut þar tíu stig í sínum riðli og endaði í 4. sæti. Portúgal og Slóvakía enduðu efst og komust á EM. Þó að Lúxemborg hafi endað í 3. sæti riðilsins, sjö stigum fyrir ofan Ísland, þá eru það samt Íslendingar sem fá að fara í umspilið um síðustu sætin á EM. Unnu ekki leik en gerðu samt nógu vel Það er vegna þess að lokastaðan á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar ræður því hvaða lið komast í umspilið. Það eru sem sagt efstu liðin úr Þjóðadeildinni, sem ekki tryggðu sig svo inn á EM í gegnum undankeppnina, sem fá að fara í umspilið. Ísland gerði tvö jafntefli við Ísrael, og tvö jafntefli við Albaníu, í Þjóðadeildinni 2022 og það dugði á endanum til þess að skila liðinu í EM-umspil.vísir/Hulda Margrét Íslandi gekk samt ekkert vel í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Liðið vann ekki einn einasta leik. En fjögur jafntefli í fjórum leikjum dugðu samt til þess að liðið varð í 2. sæti í sínum riðli, á eftir engum öðrum en Ísraelsmönnum (8 stig) en fyrir ofan Albaníu (2 stig). Þetta var eini þriggja liða riðillinn í B-deildinni. Ísland hafði nefnilega heppnina með sér því liðið dróst í riðil með Rússlandi, sem var rekið úr keppninni eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og þar með sett í neðsta sætið í riðli Íslands. Mark Mikaels gulls ígildi ári síðar Það hefði þó ekki dugað ef Ísland hefði tapað á útivelli gegn Albaníu í lokaleik sínum í keppninni, og staðan var enn 1-0 þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Íslenska liðið hafði auk þess verið manni færra í 80 mínútur eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. En rétt fyrir lokaflautið átti Þórir Jóhann Helgason algjöra snilldarfyrirgjöf sem Mikael Anderson skilaði af öryggi í netið til að jafna metin, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Helstu atvikin úr leik Albaníu og Íslands Það var sem sagt þetta mark, skorað í september 2022, sem kom Íslandi í þá stöðu að geta tryggt sér EM-sæti í mars 2024. Ótrúlegt mikilvægi þessa marks var samt ekki endanlega ljóst fyrr en rúmu ári seinna, eftir að undankeppni EM lauk síðasta haust. Árangurinn í Þjóðadeildinni skilaði Ísrael sömuleiðis í EM-umspilið og úr því að UEFA leyfir Ísrael að vera með, þrátt fyrir stríðið á Gasa, fer leikurinn fram 21. mars. Hann verður þó spilaður í Búdapest í Ungverjalandi eftir að KSÍ harðneitaði að spila leikinn í Ísrael. Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). En íslenska liðið var langt frá því að tryggja sig inn á EM í gegnum undankeppnina í fyrra, hlaut þar tíu stig í sínum riðli og endaði í 4. sæti. Portúgal og Slóvakía enduðu efst og komust á EM. Þó að Lúxemborg hafi endað í 3. sæti riðilsins, sjö stigum fyrir ofan Ísland, þá eru það samt Íslendingar sem fá að fara í umspilið um síðustu sætin á EM. Unnu ekki leik en gerðu samt nógu vel Það er vegna þess að lokastaðan á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar ræður því hvaða lið komast í umspilið. Það eru sem sagt efstu liðin úr Þjóðadeildinni, sem ekki tryggðu sig svo inn á EM í gegnum undankeppnina, sem fá að fara í umspilið. Ísland gerði tvö jafntefli við Ísrael, og tvö jafntefli við Albaníu, í Þjóðadeildinni 2022 og það dugði á endanum til þess að skila liðinu í EM-umspil.vísir/Hulda Margrét Íslandi gekk samt ekkert vel í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Liðið vann ekki einn einasta leik. En fjögur jafntefli í fjórum leikjum dugðu samt til þess að liðið varð í 2. sæti í sínum riðli, á eftir engum öðrum en Ísraelsmönnum (8 stig) en fyrir ofan Albaníu (2 stig). Þetta var eini þriggja liða riðillinn í B-deildinni. Ísland hafði nefnilega heppnina með sér því liðið dróst í riðil með Rússlandi, sem var rekið úr keppninni eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og þar með sett í neðsta sætið í riðli Íslands. Mark Mikaels gulls ígildi ári síðar Það hefði þó ekki dugað ef Ísland hefði tapað á útivelli gegn Albaníu í lokaleik sínum í keppninni, og staðan var enn 1-0 þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Íslenska liðið hafði auk þess verið manni færra í 80 mínútur eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. En rétt fyrir lokaflautið átti Þórir Jóhann Helgason algjöra snilldarfyrirgjöf sem Mikael Anderson skilaði af öryggi í netið til að jafna metin, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Helstu atvikin úr leik Albaníu og Íslands Það var sem sagt þetta mark, skorað í september 2022, sem kom Íslandi í þá stöðu að geta tryggt sér EM-sæti í mars 2024. Ótrúlegt mikilvægi þessa marks var samt ekki endanlega ljóst fyrr en rúmu ári seinna, eftir að undankeppni EM lauk síðasta haust. Árangurinn í Þjóðadeildinni skilaði Ísrael sömuleiðis í EM-umspilið og úr því að UEFA leyfir Ísrael að vera með, þrátt fyrir stríðið á Gasa, fer leikurinn fram 21. mars. Hann verður þó spilaður í Búdapest í Ungverjalandi eftir að KSÍ harðneitaði að spila leikinn í Ísrael. Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira