Innlent

Hættu­stig lækkað á tveimur svæðum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hættustig hefur verið lækkað á tveimur svæðum, svæðum 2 og 3, síðan í gær. 
Hættustig hefur verið lækkað á tveimur svæðum, svæðum 2 og 3, síðan í gær.  Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í ljósi þróunar á virkninni frá því í gær hefur hættustig verið lækkað á tveimur svæðum. Á öðrum svæðum er hættumatið það sama og var í gildi fyrir atburðarás gærkvöldsins.

Hættumatið gildir frá klukkan 13 í dag til þriðjudagsins 5. mars klukkan 15, að öllu óbreyttu.

Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi. Að mati náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofunni er líklegt að næstu daga haldi kvika áfram að safnast undir Svartsengi, sem gæti endað með öðru kvikuhlaupi eða eldgosi. Þá væri líklegasta staðsetning eldgossins á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells.

Vefmyndavélar af jarðskjálftasvæðinu á Reykjanesskaga má nálgast hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×