Einkunnir Íslands: Sveindís Jane og Bryndís Arna afgreiddu Serba Íþróttadeild skrifar 27. febrúar 2024 17:40 Íslenska liðið að fagna marki á Kópavogsvelli í dag Vísir/Hulda Margrét Ísland vann endurkomusigur gegn Serbíu 2-1. Gestirnir komust yfir og útlitið var ekki bjart. Sveindís Jane sýndi það hins vegar að hún er endakallinn í þessu liði og átti þátt í báðum mörkum Íslands. Íslenska kvennalandsliðið mun því leika áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Hér má sjá einkunnir Íslands. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður 5 Telma var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. Hún átti slæma sendingu á Karólínu sem endaði með að Serbía skoraði. Einnig var hún nálægt því að gefa mark á 23. mínútu þegar hún sendi beint á Vesnu Milivojevic en komst til baka og varði skot hennar. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður 5 Er ekki bakvörður og það sást hvað eftir annað. Varðist þokkalega en bauð ekki upp á neitt í sóknarleiknum. Ekki við hana að sakast. Hún er bara sett í rangt hlutverk. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Eins og alltaf spilaði Glódís afar vel og stýrði liðinu eins og sannur fyrirliði. Hvar væri íslenska liðið án hennar? Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Varðist ágætlega en átti í miklum vandræðum með að skila boltanum á samherja. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður 4 Hefði mátt láta meira að sér kveða í sókninni. Lenti stundum í vandræðum í vörninni. Spilaði betur eftir því sem leið á leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 6 Var öflug á miðjunni og var mikið í boltanum. Hildur fór illa með færi í stöðunni 1-1 en flest annað gerði hún vel. Orðin mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7 Lagði upp jöfnunarmark Íslands. Alexandra átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Serbíu á Sveindísi Jane sem skoraði. Barðist og vann vel og reyndi eins og hún gat að drífa íslenska liðið áfram. Gríðarlega mikilvæg í þessu einvígi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður 4 Karólína gaf fyrsta mark leiksins þar sem hún átti skelfilega sendingu til baka og tapaði boltanum sem endaði með marki. Fann sig engan veginn og getur miklu betur en hún sýndi í dag. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður: 4 Hlín komst lítið í boltann og þegar að hún fékk sendingar þá var hún í vandræðum með að hemja boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Algjör leikbreytir. Sveindís klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem boltinn datt fyrir hana nálægt markinu en skaut framhjá. Fátt gekk upp hjá henni fyrstu 75 mínútur leiksins en hætti aldrei og var alltaf ógnandi. Skoraði jöfnunarmarkið þar sem hún vippaði yfir markvörð Serbíu og átti svo stoðsendinguna í sigurmarkinu. Réði úrslitum í leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji 5 Fékk stórt og mikið tækifæri og bjó til gott færi í fyrri hálfleik þar sem hún lagði boltann á Karólínu en skot hennar fór framhjá. Hefði mátt halda boltanum betur. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn á fyrir Guðrúnu á 64. mínútu 6 Íslenska liðið leit betur út með hana í stöðu hægri bakvarðar en Guðrúnu. Fín innkoma. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn á fyrir Ólöfu á 64. mínútu 7 Það tók Þorstein tíma að velja hann í landsliðið en hún gæti hafa bjargað starfinu hans þar sem hún skoraði sigurmarkið. Amanda Andradóttir - Kom inn á fyrir Hlín á 71. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en átti flotta innkomu og hafði jákvæð áhrif á leik Ísland. Átti góða sendingu á Sveindísi sem lagði upp sigurmarkið. Hélt boltanum vel undir lok leiksins þegar Íslendingar vörðu forskotið. Selma Sól Magnúsdóttir - kom inn á fyrir Hildi á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Fleiri fréttir Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mun því leika áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Hér má sjá einkunnir Íslands. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður 5 Telma var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. Hún átti slæma sendingu á Karólínu sem endaði með að Serbía skoraði. Einnig var hún nálægt því að gefa mark á 23. mínútu þegar hún sendi beint á Vesnu Milivojevic en komst til baka og varði skot hennar. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður 5 Er ekki bakvörður og það sást hvað eftir annað. Varðist þokkalega en bauð ekki upp á neitt í sóknarleiknum. Ekki við hana að sakast. Hún er bara sett í rangt hlutverk. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Eins og alltaf spilaði Glódís afar vel og stýrði liðinu eins og sannur fyrirliði. Hvar væri íslenska liðið án hennar? Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Varðist ágætlega en átti í miklum vandræðum með að skila boltanum á samherja. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður 4 Hefði mátt láta meira að sér kveða í sókninni. Lenti stundum í vandræðum í vörninni. Spilaði betur eftir því sem leið á leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 6 Var öflug á miðjunni og var mikið í boltanum. Hildur fór illa með færi í stöðunni 1-1 en flest annað gerði hún vel. Orðin mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7 Lagði upp jöfnunarmark Íslands. Alexandra átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Serbíu á Sveindísi Jane sem skoraði. Barðist og vann vel og reyndi eins og hún gat að drífa íslenska liðið áfram. Gríðarlega mikilvæg í þessu einvígi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður 4 Karólína gaf fyrsta mark leiksins þar sem hún átti skelfilega sendingu til baka og tapaði boltanum sem endaði með marki. Fann sig engan veginn og getur miklu betur en hún sýndi í dag. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður: 4 Hlín komst lítið í boltann og þegar að hún fékk sendingar þá var hún í vandræðum með að hemja boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Algjör leikbreytir. Sveindís klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem boltinn datt fyrir hana nálægt markinu en skaut framhjá. Fátt gekk upp hjá henni fyrstu 75 mínútur leiksins en hætti aldrei og var alltaf ógnandi. Skoraði jöfnunarmarkið þar sem hún vippaði yfir markvörð Serbíu og átti svo stoðsendinguna í sigurmarkinu. Réði úrslitum í leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji 5 Fékk stórt og mikið tækifæri og bjó til gott færi í fyrri hálfleik þar sem hún lagði boltann á Karólínu en skot hennar fór framhjá. Hefði mátt halda boltanum betur. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn á fyrir Guðrúnu á 64. mínútu 6 Íslenska liðið leit betur út með hana í stöðu hægri bakvarðar en Guðrúnu. Fín innkoma. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn á fyrir Ólöfu á 64. mínútu 7 Það tók Þorstein tíma að velja hann í landsliðið en hún gæti hafa bjargað starfinu hans þar sem hún skoraði sigurmarkið. Amanda Andradóttir - Kom inn á fyrir Hlín á 71. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en átti flotta innkomu og hafði jákvæð áhrif á leik Ísland. Átti góða sendingu á Sveindísi sem lagði upp sigurmarkið. Hélt boltanum vel undir lok leiksins þegar Íslendingar vörðu forskotið. Selma Sól Magnúsdóttir - kom inn á fyrir Hildi á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Fleiri fréttir Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira