Einkunnir Íslands: Sveindís Jane og Bryndís Arna afgreiddu Serba Íþróttadeild skrifar 27. febrúar 2024 17:40 Íslenska liðið að fagna marki á Kópavogsvelli í dag Vísir/Hulda Margrét Ísland vann endurkomusigur gegn Serbíu 2-1. Gestirnir komust yfir og útlitið var ekki bjart. Sveindís Jane sýndi það hins vegar að hún er endakallinn í þessu liði og átti þátt í báðum mörkum Íslands. Íslenska kvennalandsliðið mun því leika áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Hér má sjá einkunnir Íslands. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður 5 Telma var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. Hún átti slæma sendingu á Karólínu sem endaði með að Serbía skoraði. Einnig var hún nálægt því að gefa mark á 23. mínútu þegar hún sendi beint á Vesnu Milivojevic en komst til baka og varði skot hennar. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður 5 Er ekki bakvörður og það sást hvað eftir annað. Varðist þokkalega en bauð ekki upp á neitt í sóknarleiknum. Ekki við hana að sakast. Hún er bara sett í rangt hlutverk. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Eins og alltaf spilaði Glódís afar vel og stýrði liðinu eins og sannur fyrirliði. Hvar væri íslenska liðið án hennar? Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Varðist ágætlega en átti í miklum vandræðum með að skila boltanum á samherja. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður 4 Hefði mátt láta meira að sér kveða í sókninni. Lenti stundum í vandræðum í vörninni. Spilaði betur eftir því sem leið á leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 6 Var öflug á miðjunni og var mikið í boltanum. Hildur fór illa með færi í stöðunni 1-1 en flest annað gerði hún vel. Orðin mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7 Lagði upp jöfnunarmark Íslands. Alexandra átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Serbíu á Sveindísi Jane sem skoraði. Barðist og vann vel og reyndi eins og hún gat að drífa íslenska liðið áfram. Gríðarlega mikilvæg í þessu einvígi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður 4 Karólína gaf fyrsta mark leiksins þar sem hún átti skelfilega sendingu til baka og tapaði boltanum sem endaði með marki. Fann sig engan veginn og getur miklu betur en hún sýndi í dag. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður: 4 Hlín komst lítið í boltann og þegar að hún fékk sendingar þá var hún í vandræðum með að hemja boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Algjör leikbreytir. Sveindís klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem boltinn datt fyrir hana nálægt markinu en skaut framhjá. Fátt gekk upp hjá henni fyrstu 75 mínútur leiksins en hætti aldrei og var alltaf ógnandi. Skoraði jöfnunarmarkið þar sem hún vippaði yfir markvörð Serbíu og átti svo stoðsendinguna í sigurmarkinu. Réði úrslitum í leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji 5 Fékk stórt og mikið tækifæri og bjó til gott færi í fyrri hálfleik þar sem hún lagði boltann á Karólínu en skot hennar fór framhjá. Hefði mátt halda boltanum betur. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn á fyrir Guðrúnu á 64. mínútu 6 Íslenska liðið leit betur út með hana í stöðu hægri bakvarðar en Guðrúnu. Fín innkoma. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn á fyrir Ólöfu á 64. mínútu 7 Það tók Þorstein tíma að velja hann í landsliðið en hún gæti hafa bjargað starfinu hans þar sem hún skoraði sigurmarkið. Amanda Andradóttir - Kom inn á fyrir Hlín á 71. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en átti flotta innkomu og hafði jákvæð áhrif á leik Ísland. Átti góða sendingu á Sveindísi sem lagði upp sigurmarkið. Hélt boltanum vel undir lok leiksins þegar Íslendingar vörðu forskotið. Selma Sól Magnúsdóttir - kom inn á fyrir Hildi á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mun því leika áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Hér má sjá einkunnir Íslands. Einkunnir Íslands Telma Ívarsdóttir, markvörður 5 Telma var í miklum vandræðum í fyrri hálfleik. Hún átti slæma sendingu á Karólínu sem endaði með að Serbía skoraði. Einnig var hún nálægt því að gefa mark á 23. mínútu þegar hún sendi beint á Vesnu Milivojevic en komst til baka og varði skot hennar. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður 5 Er ekki bakvörður og það sást hvað eftir annað. Varðist þokkalega en bauð ekki upp á neitt í sóknarleiknum. Ekki við hana að sakast. Hún er bara sett í rangt hlutverk. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Eins og alltaf spilaði Glódís afar vel og stýrði liðinu eins og sannur fyrirliði. Hvar væri íslenska liðið án hennar? Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Varðist ágætlega en átti í miklum vandræðum með að skila boltanum á samherja. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður 4 Hefði mátt láta meira að sér kveða í sókninni. Lenti stundum í vandræðum í vörninni. Spilaði betur eftir því sem leið á leikinn. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður 6 Var öflug á miðjunni og var mikið í boltanum. Hildur fór illa með færi í stöðunni 1-1 en flest annað gerði hún vel. Orðin mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7 Lagði upp jöfnunarmark Íslands. Alexandra átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Serbíu á Sveindísi Jane sem skoraði. Barðist og vann vel og reyndi eins og hún gat að drífa íslenska liðið áfram. Gríðarlega mikilvæg í þessu einvígi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður 4 Karólína gaf fyrsta mark leiksins þar sem hún átti skelfilega sendingu til baka og tapaði boltanum sem endaði með marki. Fann sig engan veginn og getur miklu betur en hún sýndi í dag. Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður: 4 Hlín komst lítið í boltann og þegar að hún fékk sendingar þá var hún í vandræðum með að hemja boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Algjör leikbreytir. Sveindís klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem boltinn datt fyrir hana nálægt markinu en skaut framhjá. Fátt gekk upp hjá henni fyrstu 75 mínútur leiksins en hætti aldrei og var alltaf ógnandi. Skoraði jöfnunarmarkið þar sem hún vippaði yfir markvörð Serbíu og átti svo stoðsendinguna í sigurmarkinu. Réði úrslitum í leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji 5 Fékk stórt og mikið tækifæri og bjó til gott færi í fyrri hálfleik þar sem hún lagði boltann á Karólínu en skot hennar fór framhjá. Hefði mátt halda boltanum betur. Varamenn Guðný Árnadóttir - Kom inn á fyrir Guðrúnu á 64. mínútu 6 Íslenska liðið leit betur út með hana í stöðu hægri bakvarðar en Guðrúnu. Fín innkoma. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn á fyrir Ólöfu á 64. mínútu 7 Það tók Þorstein tíma að velja hann í landsliðið en hún gæti hafa bjargað starfinu hans þar sem hún skoraði sigurmarkið. Amanda Andradóttir - Kom inn á fyrir Hlín á 71. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en átti flotta innkomu og hafði jákvæð áhrif á leik Ísland. Átti góða sendingu á Sveindísi sem lagði upp sigurmarkið. Hélt boltanum vel undir lok leiksins þegar Íslendingar vörðu forskotið. Selma Sól Magnúsdóttir - kom inn á fyrir Hildi á 90. mínútu Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira