Erlent

Lög­reglu­maður í Ástralíu grunaður um tvö­falt morð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Luke Davies og Jesse Baird.
Luke Davies og Jesse Baird.

Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa fundið líkamsleifar sem þau telja tilheyra Jesse Baird og Luke Davies. Líkamsleifa mannanna hefur verið leitað en lögreglumaður í Nýju Suður Wales var á dögunum ákærður fyrir að myrða parið.

Morðin hafa vakið mikinn óhug í Syndey og Ástralíu allri.

Lögreglumaðurinn og fyrrverandi bloggarinn Beau Lamarre, 28 ára, átti í sambandi við Baird sem er sagt hafa endað illa. Baird, sem var sjónvarpsþáttastjórnandi, hóf síðar samband við Davies, flugþjón hjá Qantas, sem virðist hafa reitt Lamarre til reiði. 

Beau Lamarre.

Lamarre tók út vopn á lögreglustöðinni í Miranda í suðurhluta Sydney 16. febrúar síðastliðinn og 19. febrúar heyrðu nágrannar Baird hleypt af byssu á heimili hans. Davies virðis hafa getað hringt í viðbragðsaðila áður en hann lést en sambandið slitnaði.

Seinna um kvöldið leigði Lamarre lítinn flutningabíl og játaði verknaðinn að hluta daginn eftir, þegar hann sagði kunningja frá því að hann hefði átt þátt í dauða tveggja einstaklinga. Þann 21. febrúar fannst blóðugur fatnaður og aðrir munir í rusli og í kjölfarið var gerð húsleit á heimili Baird.

Lamarre gaf sig fram þann 23. febrúar en reyndist ekki samstarfsfús fyrr en í morgun. Í kjölfarið fundust líkamsleifar í brimbrettatöskum á landareign í Bungonia, sem taldar eru Baird og Davies.

Lamarre er sagður hafa ofsótt Baird um nokkurt skeið og þá virðist hann hafa freistað þess að telja vinum Baird trú um að hann væri fluttur í burt, með því að senda skilaboð úr síma Baird.

Chris Minns, æðsti embættismaður Nýju Suður Wales, sagði eftir fundinn að liðin vika hefði verið sú erfiðasta sem ástvinir Baird og Davies hefðu upplifað. „Við getum aðeins vonað að þeir finni frið og huggun í fullvissu þessara sorglegu tíðinda,“ sagði hann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×