Innlent

Prófa viðvörunarlúðra í Grinda­vík

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Grindavík.
Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm

Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að viðvörunarlúðrarnir verði ræstir í stuttan tíma. Þeir verði í gangi í innan við mínútu. Lúðrarnir hafa verið notaðir þegar eldgos koma upp í grennd við bæinn og lónið.

Prófunin í kvöld hefst klukkan 22:00. Er tekið fram í tilkynningu almannavarna að verði um raunverulega vá að ræða á þessum tímapunkti muni lúðrarnir verða áfram í gangi, langt umfram þessa mínútu.

Myndband af því þegar lúðrarnir fóru í gang við Bláa lónið þann 8. febrúar síðastliðinn þegar síðast gaus á Reykjanesi vakti mikla athygli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×