Markið skoraði Van Dijk með skalla eftir hornspyrnu frá Konstantinos Tsimikas. Hann skoraði reyndar annað skallamark í leiknum en það mark var dæmt af eftir myndbandsdómgæslu.
Þetta var fyrsti titill Liverpool síðan að Van Dijk tók við fyrirliðabandinu af Jordan Henderson.
Van Dijk var einnig valinn maður leiksins og þetta er þriðji úrslitaleikurinn hjá honum með Liverpool þar sem hollenski miðvörðurinn er valinn maður leiksins.
Van Dijk var einnig maður leiksins í úrslitaleik enska deildabikarsins 2022 sem og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019.
Oftast eru það nú sóknarmenn eða miðjumenn sem fá slík verðlaun en mikilvægi Van Dijk fyrir Liverpool er óumdeilanlegt, sem leiðtogi liðsins, lykilmaður varnarinnar og talandi ekki um þegar hann er farinn að skora sigurmarkið líka.