Fékk á sig tvö víti og lét reka sig af velli í ótrúlegum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 20:16 Sverrir Ingi í leik með Midtjylland. Twitter@fcmidtjylland Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason átti eftirminnilegt kvöld þegar lið hans Midtjylland vann ótrúlegan 3-2 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Sverrir Ingi var sem fyrr í byrjunarliði Midtjylland þegar liðið sótti AGF heim. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði heimamanna og átti eftir að stríða gestunum töluvert. Sverrir Ingi braut af sér innan vítateigs strax á 7. mínútu og hlaut að launum gult spjald sem og vítaspyrna var dæmd. Úr henni skoraði stormsenterinn Patrick Mortensen og heimamenn í AGF komnir 1-0 yfir. Skömmu síðar skoruðu heimamenn aftur en markið dæmt af. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir svo vítaspyrnu. Úr henni skoraði Cho Gue-Sung og staðan 1-1 í hálfleik. Lee Han-Beom kom svo Midtjylland yfir snemma í síðari hálfleik en örskömmu síðar fékk Paulinho sitt annað gula spjald og Midtjylland manni færri það sem eftir lifði leiks. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks fullkomnaði Sverrir Ingi martraðarleik sinn. Hann braut þá aftur af sér innan vítateigs, fékk aftur á sig vítaspyrnu og sitt annað gula spjald í leiðinni. Gestirnir voru því orðnir tveimur færri þegar Mortensen skoraði sitt annað mark af vítapunktinum. Eftir það lögðust heimamenn í sókn í von um að vinna leikinn en á einhvern ótrúlegan hátt tókst gestunum að stela stigunum þremur þrátt fyrir að vera tveimur færri. Charles með sigurmarkið þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur í Árósum 2-3. UVIRKELIGT, DRENGE! FULDSTÆNDIG SINDSSYGT! SEJR 9 MOD 11 #AGFFCM pic.twitter.com/3fRCjaqisH— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 25, 2024 Eftir sigurinn er Midtjylland með 39 stig í 2. sæti, stigi minna en Bröndby sem situr á toppnum og þremur meira en meistarar FC Kaupmannahafnar sem eru sæti neðar með þremur stigum minna en leik til góða. AGF er í 5. sæti með 29 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Sverrir Ingi var sem fyrr í byrjunarliði Midtjylland þegar liðið sótti AGF heim. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði heimamanna og átti eftir að stríða gestunum töluvert. Sverrir Ingi braut af sér innan vítateigs strax á 7. mínútu og hlaut að launum gult spjald sem og vítaspyrna var dæmd. Úr henni skoraði stormsenterinn Patrick Mortensen og heimamenn í AGF komnir 1-0 yfir. Skömmu síðar skoruðu heimamenn aftur en markið dæmt af. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir svo vítaspyrnu. Úr henni skoraði Cho Gue-Sung og staðan 1-1 í hálfleik. Lee Han-Beom kom svo Midtjylland yfir snemma í síðari hálfleik en örskömmu síðar fékk Paulinho sitt annað gula spjald og Midtjylland manni færri það sem eftir lifði leiks. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks fullkomnaði Sverrir Ingi martraðarleik sinn. Hann braut þá aftur af sér innan vítateigs, fékk aftur á sig vítaspyrnu og sitt annað gula spjald í leiðinni. Gestirnir voru því orðnir tveimur færri þegar Mortensen skoraði sitt annað mark af vítapunktinum. Eftir það lögðust heimamenn í sókn í von um að vinna leikinn en á einhvern ótrúlegan hátt tókst gestunum að stela stigunum þremur þrátt fyrir að vera tveimur færri. Charles með sigurmarkið þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur í Árósum 2-3. UVIRKELIGT, DRENGE! FULDSTÆNDIG SINDSSYGT! SEJR 9 MOD 11 #AGFFCM pic.twitter.com/3fRCjaqisH— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 25, 2024 Eftir sigurinn er Midtjylland með 39 stig í 2. sæti, stigi minna en Bröndby sem situr á toppnum og þremur meira en meistarar FC Kaupmannahafnar sem eru sæti neðar með þremur stigum minna en leik til góða. AGF er í 5. sæti með 29 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira