Vlahović skoraði tvö og lagði upp í uppbótartímasigri Juventus Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 13:40 Dusan Vlahovic skoraði tvö mörk og gaf svo stoðsendingu þegar Daniele Rugani tryggði Juventus sigur í dag. Jonathan Moscrop/Getty Images Juventus vann 3-2 gegn Frosinone í 26. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, Dusan Vlahović skoraði tvö fyrir Juventus og varnarmaðurinn Daniele Rugani tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. Heimamenn tóku forystuna strax á 3. mínútu þegar Weston McKennie gaf boltann fyrir markið á Dusan Vlahović sem setti hann í netið. Frosinone komst 1-2 yfir með mörkum frá Walid Cheddira og Marco Brescianini á 14. og 27. mínútu. Fimm mínútum síðar var Vlahovic aftur á ferðinni fyrir Juventus og setti boltann í netið eftir aðra fyrirgjöf McKennie. 🇷🇸🇷🇸🇷🇸 pic.twitter.com/nuSMZIx0N6— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Fjögurra marka fyrri hálfleikur lauk jafn og liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir ríghéldu í stigið í seinni hálfleik gegn hættulegum sóknarleik heimamanna. Vlahović var allt í öllu, gaf góða fyrirgjöf sem varamaðurinn Kenan Yildiz nýtti ekki og skaut svo sjálfur í stöngina. Markvörður Frosinone, Michele Cerofolini, fékk gult spjald fyrir leiktöf rétt áður. Eftir ítrekaðar tilraunir að marki gestanna kom Daniele Rugani boltanum loksins í neitð fyrir Juventus á fimmtu mínútu uppbótartíma, Dusan Vlahović gaf að sjálfsögðu stoðsendinguna. JUVE GET THE WIN LATE INTO STOPPAGE TIME 😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳#JuveFrosinone pic.twitter.com/8e5j0b1KXV— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Juventus vann sér þarna inn mikilvæg þrjú stig í baráttunni um ítalska deildarmeistaratitilinn. Sex stigum munar milli þeirra og Inter Milan í efsta sætinu, en Inter á vissulega tvo leiki til góða. AC Milan fylgir þeim fast eftir, fimm stigum frá Juventus og með einn leik til góða. Frosinone berst í bökkunum, tveimur sætum og þremur stigum frá fallsæti. Ítalski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Heimamenn tóku forystuna strax á 3. mínútu þegar Weston McKennie gaf boltann fyrir markið á Dusan Vlahović sem setti hann í netið. Frosinone komst 1-2 yfir með mörkum frá Walid Cheddira og Marco Brescianini á 14. og 27. mínútu. Fimm mínútum síðar var Vlahovic aftur á ferðinni fyrir Juventus og setti boltann í netið eftir aðra fyrirgjöf McKennie. 🇷🇸🇷🇸🇷🇸 pic.twitter.com/nuSMZIx0N6— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Fjögurra marka fyrri hálfleikur lauk jafn og liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir ríghéldu í stigið í seinni hálfleik gegn hættulegum sóknarleik heimamanna. Vlahović var allt í öllu, gaf góða fyrirgjöf sem varamaðurinn Kenan Yildiz nýtti ekki og skaut svo sjálfur í stöngina. Markvörður Frosinone, Michele Cerofolini, fékk gult spjald fyrir leiktöf rétt áður. Eftir ítrekaðar tilraunir að marki gestanna kom Daniele Rugani boltanum loksins í neitð fyrir Juventus á fimmtu mínútu uppbótartíma, Dusan Vlahović gaf að sjálfsögðu stoðsendinguna. JUVE GET THE WIN LATE INTO STOPPAGE TIME 😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳😳#JuveFrosinone pic.twitter.com/8e5j0b1KXV— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 25, 2024 Juventus vann sér þarna inn mikilvæg þrjú stig í baráttunni um ítalska deildarmeistaratitilinn. Sex stigum munar milli þeirra og Inter Milan í efsta sætinu, en Inter á vissulega tvo leiki til góða. AC Milan fylgir þeim fast eftir, fimm stigum frá Juventus og með einn leik til góða. Frosinone berst í bökkunum, tveimur sætum og þremur stigum frá fallsæti.
Ítalski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira