Fótbolti

Stelpurnar úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. KSÍ

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngra mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í seinni umferð undankeppni EM sem fram fer síðar á þessu ári. Tapið þýðir að Ísland er úr leik.

Ísland tapaði fyrsta leik sínum á mótinu sem fram fer í Portúgal gegn heimaþjóðinni, lokatölur þá 1-0 Portúgal í vil. Það var því ljóst að Ísland þyrfti sigur í dag.

Það gekk ekki upp en Finnland komst yfir eftir stundarfjórðung og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Brynja Rán Knudsen, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, metin.

Þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma skoraði Finnland hins vegar sigurmarkið, lokatölur 2-1 og Ísland án stiga eftir tvær umferðir.

Ísland mætir Kósovó á þriðjudag í síðasta leik sínum í riðlinum, en bæði lið eru án sigurs.


Tengdar fréttir

Tap hjá U17 í undankeppni EM

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum sautján ára og yngri tapaði í dag 1-0 fyrir Portúgal í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×