„Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 11:59 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Fagfélaganna. Vísir/Vilhelm Samninganefndir breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Formaðurinn fylgist vel með en gefur ekki upp hvort VR sláist í för með þeim. Fulltrúar breiðfylkingarinnar, að frátöldum VR sem sleit sig frá fylkingunni í gær, hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Ríkissáttasemjari hefur sett samningsaðila í fjölmiðlabann, og því hefur ekki verið hægt að fá upplýsingar um gang viðræðna. Í gær var þó greint frá því að samstaða hefði náðst um forsenduákvæði kjarasamninga um þróun verðbólgu. Á sama tíma hafa Fagfélögin hafið undirbúning verkfallsaðgerða, eftir fund samninganefnda félaganna í gær. „Þar var ákveðið, sökum þess að gangurinn er ekki nægilega mikill að mati hópsins, að undirbúa næstu skref í þessu. Það var settur á laggirnar aðgerðahópur til þess að skipuleggja aðgerðir, til þess að búa til meiri pressu á viðsemjendur okkar,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Fagfélaganna, sem telji um 12.000 félagsmenn. Viðræður við SA hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við erum að reyna að ná heildarsamningum og það er í raun og veru allt undir í því, en ég get ekki farið efnislega út í hvar það stendur akkúrat núna.“ Úttalar sig ekki um mögulegt samstarf við VR Líkt og áður sagði er VR ekki lengur hluti af breiðfylkingunni. Kemur til greina að þau gangi til liðs við ykkur, hefur það verið rætt? „Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur og sjáum hvað félagar okkar eru að gera. Við tölum alltaf saman, formenn félaganna, og þurfum bara að meta hver staðan er á hverjum tíma, en það er ekkert fast í hendi með það, eins og staðan er akkúrat núna.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingarinnar, að frátöldum VR sem sleit sig frá fylkingunni í gær, hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Ríkissáttasemjari hefur sett samningsaðila í fjölmiðlabann, og því hefur ekki verið hægt að fá upplýsingar um gang viðræðna. Í gær var þó greint frá því að samstaða hefði náðst um forsenduákvæði kjarasamninga um þróun verðbólgu. Á sama tíma hafa Fagfélögin hafið undirbúning verkfallsaðgerða, eftir fund samninganefnda félaganna í gær. „Þar var ákveðið, sökum þess að gangurinn er ekki nægilega mikill að mati hópsins, að undirbúa næstu skref í þessu. Það var settur á laggirnar aðgerðahópur til þess að skipuleggja aðgerðir, til þess að búa til meiri pressu á viðsemjendur okkar,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Fagfélaganna, sem telji um 12.000 félagsmenn. Viðræður við SA hafi ekki skilað tilætluðum árangri. „Við erum að reyna að ná heildarsamningum og það er í raun og veru allt undir í því, en ég get ekki farið efnislega út í hvar það stendur akkúrat núna.“ Úttalar sig ekki um mögulegt samstarf við VR Líkt og áður sagði er VR ekki lengur hluti af breiðfylkingunni. Kemur til greina að þau gangi til liðs við ykkur, hefur það verið rætt? „Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur og sjáum hvað félagar okkar eru að gera. Við tölum alltaf saman, formenn félaganna, og þurfum bara að meta hver staðan er á hverjum tíma, en það er ekkert fast í hendi með það, eins og staðan er akkúrat núna.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. 23. febrúar 2024 20:22
Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. 23. febrúar 2024 12:01