Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 12:01 Ragnar Þór er sá eini sem ekki hefur samþykkt forsenduákvæðið sem breiðfylkingn náði saman um í gær. Vísir/Ívar Fannar Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, fundar með sínu baklandi um málið í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Ragnar Þór vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa talað við hann í morgun og vísaði til fjölmiðlabanns. Hann staðfesti þó að hann ætlaði að funda með samninganefnd sinni í hádeginu og baklandi sínu í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar breiðfylkingar í Karphúsinu í morgun og stendur hann enn yfir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Seðlabankastjóri sagði eðlilegra að miða við verðbólgu Samtök atvinnulífsins sögðust ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. „Lögbundið hlutverk bankans er að halda verðbólgu við markmið og beita til þess stýrivaxtatækinu. Það er svo hlutverk aðila vinnumarkaðarins að skapa umhverfi sem stuðlar að þessu markmiði,“ sagði í yfirlýsingu frá SA á þeim tíma. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði nokkrum dögum síðar á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Þá sagði hann að forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans en tók þó fram að í forsenduákvæðum samninga væri eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. 23. febrúar 2024 06:36 Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, fundar með sínu baklandi um málið í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Ragnar Þór vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa talað við hann í morgun og vísaði til fjölmiðlabanns. Hann staðfesti þó að hann ætlaði að funda með samninganefnd sinni í hádeginu og baklandi sínu í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar breiðfylkingar í Karphúsinu í morgun og stendur hann enn yfir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Seðlabankastjóri sagði eðlilegra að miða við verðbólgu Samtök atvinnulífsins sögðust ekki geta gengið að forsenduákvæðum um þróun vaxta á samningstímanum þar sem það myndi vega að sjálfstæði Seðlabankans. „Lögbundið hlutverk bankans er að halda verðbólgu við markmið og beita til þess stýrivaxtatækinu. Það er svo hlutverk aðila vinnumarkaðarins að skapa umhverfi sem stuðlar að þessu markmiði,“ sagði í yfirlýsingu frá SA á þeim tíma. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði nokkrum dögum síðar á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem væri. Seðlabankinn skipti sér ekki af því enda ekki aðili að samningunum. Þá sagði hann að forsenduákvæði um þróun vaxta myndi ekki hafa nein áhrif á ákvarðanir bankans en tók þó fram að í forsenduákvæðum samninga væri eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. 23. febrúar 2024 06:36 Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15 Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. 23. febrúar 2024 06:36
Fundi hjá ríkissáttasemjara lokið og annar boðaður í fyrramálið Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. 22. febrúar 2024 20:15
Enn fundað í Karphúsinu um forsenduákvæðið Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 22. febrúar 2024 15:42