Fótbolti

Vilja breyta leikdegi lokaumferðarinnar vegna Taylor Swift tón­leika

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tónleikagestir á Santiago Bernabeu leikvangingum í Madríd.
Tónleikagestir á Santiago Bernabeu leikvangingum í Madríd. Angel Manzano/Redferns)

Real Madrid hefur sent inn beiðni til spænska knattspyrnusambandsins um flýkkun á síðasta leik tímabilsins svo vallarstarfsmönnum á Santiago Bernabeu gefist meiri tími til að undirbúa Taylor Swift tónleika. 

Real Madrid spilar síðasta leik tímabilsins á heimavelli gegn Real Betis sunnudaginn 24. maí. Taylor Swift heldur svo tónleika í leikvanginum fimmtudaginn 30. maí. Miðasala á tónleikana hefur gengið vonum framar og Real Madrid vonast til að bæta aukatónleikum við.

Vegna þess hefur Real Madrid beðið spænska knattspyrnusambandið um að flýta leik þeirra gegn Real Betis um einn dag, spilað verði laugardaginn 23. maí.

 Ólíklegt þykir að spænska knattspyrnusambandið verði við beiðninni en almennt ríkir sú hefð að síðasta umferð móts fari öll fram á sama tíma. 

Real Madrid er sem stendur í efsta sæti deildarinnar, sex stigum á undan Girona, úrslitin gætu því enn verið óráðin fyrir síðustu umferðina. Real Betis er sömuleiðis í harðri baráttu um Evrópusæti, aðeins einu stigi frá liðinu í 6. sæti. 

Til að gæta sanngirnis og heilinda leiksins yrðu Girona og liðin sem eru í baráttu við Real Betis um Evrópusæti að spila á laugardeginum líka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×