Innlent

Hefja við­ræður um upp­gjör á skulda­bréfum ÍL-sjóðs

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ásamt fulltrúum átján lífeyrissjóða ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ásamt fulltrúum átján lífeyrissjóða ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs. Vísir/Ívar

Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi frá sér fyrr í kvöld. 

Lífeyrissjóðirnir átján fara með stærstan hluta skuldabréfa sem ÍL-sjóður er útgefandi að og er markmið við­ræðnanna að ná samkomulagi sem felur í sér að skuldabréfin verði gerð upp að fullu og skilyrði sköpuð fyrir slitum ÍL-sjóðs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×