Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2024 08:28 Eldurinn breiddist hratt út og ekkert virðist eftir nema burðarvirkið. Getty/Manuel Queimadelos Alonso Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. Meðal slösuðu er sjö ára barn en flestir urðu fyrir skaða þegar þeir önduðu að sér reyk. Alls voru 22 teymi slökkviliðsmanna kölluð út til að berjast við eldinn, sem braust út rétt fyrir kvöldmat í gær í Campanar-hverfinu í Valencia. Eldurinn náði að læsa klónum í nærliggjandi byggingar og er mikill vindur sagður hafa hamlað slökkvistarfi. Eldurinn breiddist hratt út að sögn vitna og viðbragðsaðilar og myndir sýna bygginguna standa í ljósum logum og mikinn og dökkan reyk stíga til himins. Ríkissjónvarpsstöðin TVE sagði 130 íbúðir í byggingunni, sem eldurinn hefði fljótt gert að „beinagrind“. A large fire has engulfed two residential buildings in Valencia in eastern Spain - with people seen trapped on balconies waiting to be rescued.Read more: https://t.co/7O4a5GqpRw pic.twitter.com/y7eFMlM8RS— Sky News (@SkyNews) February 23, 2024 Varaformaður samtaka verkfræðinga í Valencia segir hinn hraða bruna mega rekja til klæðningar hússins, sem hafi verið úr afar eldfimu pólýúretani. Guardian líkir eldsvoðanum við þann sem braust út í Grenfell Tower í Lundúnum áirð 2017, þar sem 72 lét lífið. Þar kom klæðning byggingarinnar einnig við sögu. Íbúi í nágrenninu sagðist hafa litið út um gluggann og fylgst með því hvernig eldurinn gleypti húsið í sig eins og það væri gert úr korki. Vindurinn hefði augljóslega hjálpað logunum við að teygja úr sér. Á myndskeiðum má sjá föður og dóttur bjargað af svölum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði eldsvoðann mikið áfall og að hann hefði haft samband við borgarstjóra Valencia og yfirvöld til að bjóða þeim alla þá hjálp sem þá vantaði. Spánn Tengdar fréttir Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira
Meðal slösuðu er sjö ára barn en flestir urðu fyrir skaða þegar þeir önduðu að sér reyk. Alls voru 22 teymi slökkviliðsmanna kölluð út til að berjast við eldinn, sem braust út rétt fyrir kvöldmat í gær í Campanar-hverfinu í Valencia. Eldurinn náði að læsa klónum í nærliggjandi byggingar og er mikill vindur sagður hafa hamlað slökkvistarfi. Eldurinn breiddist hratt út að sögn vitna og viðbragðsaðilar og myndir sýna bygginguna standa í ljósum logum og mikinn og dökkan reyk stíga til himins. Ríkissjónvarpsstöðin TVE sagði 130 íbúðir í byggingunni, sem eldurinn hefði fljótt gert að „beinagrind“. A large fire has engulfed two residential buildings in Valencia in eastern Spain - with people seen trapped on balconies waiting to be rescued.Read more: https://t.co/7O4a5GqpRw pic.twitter.com/y7eFMlM8RS— Sky News (@SkyNews) February 23, 2024 Varaformaður samtaka verkfræðinga í Valencia segir hinn hraða bruna mega rekja til klæðningar hússins, sem hafi verið úr afar eldfimu pólýúretani. Guardian líkir eldsvoðanum við þann sem braust út í Grenfell Tower í Lundúnum áirð 2017, þar sem 72 lét lífið. Þar kom klæðning byggingarinnar einnig við sögu. Íbúi í nágrenninu sagðist hafa litið út um gluggann og fylgst með því hvernig eldurinn gleypti húsið í sig eins og það væri gert úr korki. Vindurinn hefði augljóslega hjálpað logunum við að teygja úr sér. Á myndskeiðum má sjá föður og dóttur bjargað af svölum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði eldsvoðann mikið áfall og að hann hefði haft samband við borgarstjóra Valencia og yfirvöld til að bjóða þeim alla þá hjálp sem þá vantaði.
Spánn Tengdar fréttir Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira
Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41