Enski boltinn

Fergu­son rifbeinsbrotnaði í fagnaðar­látum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sir Alex Ferguson er enn að fagna sigrum, kominn á níræðisaldur.
Sir Alex Ferguson er enn að fagna sigrum, kominn á níræðisaldur.

Þrátt fyrir að vera löngu hættur að þjálfa heldur Sir Alex Ferguson áfram að fagna sigrum. Það er þó ekki alltaf sársaukalaust.

Ferguson er mikill áhugamaður um veðreiðar og hefur átt veðhlaupahesta í gegnum tíðina.

Í nóvember á síðasta ári vann einn þeirra, Spirit Dancer, mót í Barein, Ferguson til mikillar ánægju, svo mikillar að hann meiddist í fagnaðarlátunum.

„Ég braut rifbein!“ sagði Ferguson sem fagnaði sigrinum með vini sínum, Ged Mason, sem á Spirit Dancer með Skotanum.

„Ged greip mig og við hoppuðum upp og niður. Ég kallaði: Ged! Ged! Ged! Og það var langt frá markinu,“ sagði Ferguson.

„Þetta var besta augnablik mitt í veðreiðum, engin spurning,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×