Fótbolti

Kroos snýr aftur í lands­liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Toni Kroos eftir úrslitaleik HM 2014 þar sem Þýskaland sigraði Argentínu, 1-0.
Toni Kroos eftir úrslitaleik HM 2014 þar sem Þýskaland sigraði Argentínu, 1-0. getty/Martin Rose

Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, hefur ákveðið að gefa kost á sér í þýska landsliðið á nýjan leik. Hann varð við ósk landsliðsþjálfarans Julians Nagelsmann.

Kroos hætti í þýska landsliðinu eftir EM á Englandi 2021 en hann hefur nú ákveðið að snúa aftur og hjálpa Þjóðverjum sem verða á heimavelli á EM í sumar.

„Ég mun spila aftur fyrir Þýskaland í mars. Af hverju? Því þjálfarinn bað mig um það, ég er vel upplagður og ég handviss um að með þessu liði sé hægt að gera miklu meira á EM en flestir trúa,“ skrifaði Kroos á Instagram.

Þýska landsliðið mætir Frakklandi og Hollandi í tveimur vináttulandsleikjum 23. og 26. mars.

Kroos, sem er 34 ára, lék 106 landsleiki á árunum 2010-21 og skoraði sautján mörk. Hann var í lykilhlutverki þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2014.

Kroos hefur leikið með Real Madrid frá 2014. Samningur hans við félagið rennur út í sumar en honum býðst að framlengja við það.

Þýskaland er í riðli með Skotlandi, Ungverjalandi og Sviss í riðli á EM. Þjóðverjar mæta Skotum í upphafsleik EM á Allianz Arena í München 14. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×