Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýtt mat sem leiðir í ljós að tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna.

Við ræðum við Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um málið sem segir grundvöll kominn að skaðabótamálum á hendur skipafélögunum. 

Einnig segjum við frá því að byrjað sé að hleypa köldu vatni á kerfið á hafnasvæðinu í Grindavík, slökkviliðsstjóri bæjarins segir það skipta miklu að koma vatni á bæinn. 

Einnig verður rætt við Þórólf Guðnason fyrrverandi sóttvarnalækni um tillögur starfshóps sem vill draga úr notkun sýklalyfja eins og kostur er hér á landi. 

Í íþróttapakkanum verður síðan fjallað um landsleikinn í körfubolta í kvöld og einnig farið yfir úrslit í Subway deild kvenna frá því í gær. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×